25.11.02

Smá tímamót, fyrsta skiptið sem ég "blogga"! Það virðast allir vera að fá sér svona síðu- alla vega flestir í útlandinu. Ég vil því reyna að vera sniðug og koma mér upp svona einkafréttavef líka. Síðan verður bara að koma í ljós hversu dugleg ég verð að segja frá viðburðum stúdentalífsins í Danmörku og hinna ljúfu daga á Íslandi. Ég er nú alla vega dugleg að kíkja á netið eftir langa skóladaga sem og stutta. Það er einnig undir ykkur komið, kæru vinir og ættingjar, að kíkja inn og heyra hvað ég er að bralla ;) Svo er bara að vona að mér takist að koma þessu áfram núna, en þetta hefur verið ískyggilega létt að setja upp. Annars, ef það gengur ekki þá hafið þið varla getað lesið þetta. Flókið að blanda svona nútíð og þátíð saman í einni setningu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home