29.6.07

Sei sei!

Já hvað haldið þið nú! Ég var að klára síðasta prófið á fimmta ári í dag... sem er ef til vill ekkert svo frásögufærandi nema hvað að ég skundaði í bæinn eins og maður gerir svo oft að kaupa eitthvað lítið og sætt í tilefni prófloka! Bryndís og litla systir hennar komu með mér og auðvitað DanKortið. En í þetta sinn var það ekki sumarbolur í H&M sem varð fyrir valinu heldur myndarlegur sófi í uppáhaldsbúðinni minni, bolia. Ég hef svipast um lengi í þessari búð en þar sem ég hef verið "húsnæðislaus" þá hef ég ekki getað réttlæt kaup á flottu húsgagni úr henni! Sófinn okkar Jóa er með salt og pipar áklæði, fyrir um 4 til 5 og síðast en ekki síst svefnsófi, þó hann líti ekki út fyrir að vera það. Þannig að nú getum við vel rúmað fólk í gistingu ;) Fékk svo í bónus 1000kr gjafakort og keypti hipókúl marglit kampavínsglös fyrir okkur Jóa til að skála með þegar að flutningunum er lokið...Svona lítur sófinn út... nema hvað okkar er ögn ljósari! Kíkið inn á www.bolia.com ;)

Efnisorð:

3 Comments:

At júlí 06, 2007 2:57 e.h., Blogger Hronn Konn said...

flottur sófi og til hamingju með íbúðina

 
At júlí 12, 2007 12:01 f.h., Blogger Margrét Lára said...

Takk fyrir það :D Þú verður svo endilega að koma yfir í heimsókn og prufa sófann ;)

 
At júlí 13, 2007 11:26 f.h., Blogger Hronn Konn said...

Ekki slæm hugmynd það ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home