20.2.07

... einu sinni var...




Þú ert 90´s barn ef þú:

Þú manst eftir því þegar það var ennþá spennandi að vakna á
laugardagsmorgnum til að horfa á barnaefnið...

Þú færð ennþá "urge" til að segja "NOT" á eftir næstum því öllu

Það var gert út um málin með "steinn skæri blað" eða "ugla sat á kvisti"...

Þegar lögga og bófi var daglegt brauð

Þegar við fórum í feluleik þangað til við gátum ekki meir

Þú hlustaðir á útvarpið allan liðlangan daginn til að bíða eftir
uppáhaldslaginu þínu, til að taka það upp á kasettutækið..

Þú manst eftir því þegar Nintendo og Sega Genisis urðu vinsæl

Þú horfðir alltaf á America's Funniest home videos

Þú horfðir á Home Alone 1, 2, og 3 og reyndir að gera sömu trikk

Þú manst eftir því þegar Jójó voru kúl

Þú horfðir á Batman, Turtles og Pónýhestana...

Þú manst eftir sleikjóunum sem voru á hring til að hafa á puttanum..

Þú manst þegar það áttu ekki allir geislaspilara

Þú bjóst til gogg þegar þú varst lítill...

Þú hefur ekki alltaf átt tölvu, og það var töff að vera með Netið

Og Windows '95 var best

Michael Jordan var aðal hetjan..

Kærleiksbirnirnir

Þú safnaðir lukkutröllum

Og áttir vasadiskó

Þú kannt Macarena dansinn utanað

Þú veist af hverju 23 er kúl tala

Áður en að Myspace varð vinsælt,

Áður en Netið kom og enginn vissi hvað sms var..

Áður en ipod kom til sögunnar

Áður en PlayStation 2 og Xbox voru til!

Þegar strigaskór með blikkljósum voru málið

Og þú leigðir spólur, ekki dvd!

Og það var eiginlega enginn með símanúmerabirti

Og þegar við hringdum í útvarpið til að reyna að fá uppáhalds lagið okkar
spilað til að hlusta á í vasadiskóinu

Áður en við áttuðum okkur á því að allt mundi breytast!

Hver hefði getað ímyndað sér að við myndum sakna þessara tíma!


Úfff já einu sinni var... margt skemmtilegt rifjaðist upp við þessa lesningu og því fannst mér tilvalið að skella þessu hingað inn. Eitt sem ég sakna er að inn á listann vantar hvað Rokklingarnir og Minipops voru kúl í den... eða er það bara ég :S

5 Comments:

At febrúar 21, 2007 6:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú jú rokklingarnir voru flottir, en minipops var svoldið fyrir mína tíð, frænkur mínar sem eru um 3-4 árum eldri voru hins vegar miklir mini pops fan.

 
At febrúar 21, 2007 9:05 e.h., Blogger Sandra said...

Vá, þvílíkt flashback og margt rifjast upp:-)
Þetta er frábær listi...

 
At febrúar 23, 2007 10:13 f.h., Blogger Hronn Konn said...

ég man ekkert af hverju 23 er kúl tala?? en skemmtilegur listi

 
At febrúar 24, 2007 9:01 f.h., Blogger Ásta said...

Ég kannaðist við næstum allt á listanum, en skemmtilegt! En ég man ekki eftir minipops...

 
At febrúar 25, 2007 2:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já æi, kannski ekki alveg rétt með minipops... þau voru vinsæl þegar ég var um fimm sex ára, eða 1986 hérumbil. Ég fékk plötu frá Maju systur og hún er nú nokkuð eldri en ég ;) Hefði kannski fremur átt að nefna Nirvana og Guns'n'roses!

Hehe, spurði mig einnig sjálf af hverju 23 væri kúl tala... fékk að vita að Micheal Jordan var leikmaður nr. 23 hjá Chichago Bulls, NBA körfunni!

 

Skrifa ummæli

<< Home