27.11.02

Ákvað að skrifa smá inn núna þar sem ég er á annað borð í tölvunni. Er að fara byrja að vinna aðeins í skýrslunni sem ég á að skila eftir fylgivaktirnar mínar, spennandi að vita hvernig það gengur að skrifa á dönskunni;) Það var nú bara fínt hjá mér í dag á vaktinni þó það er nú ansi skrítið að vera alveg á hælunum á eftir einni manneskju í átta tíma! Ég var samt rosa heppin með hjúkrunarfræðing til að elta, hún var voða þolinmóð. Reyndar var það nú hálf ansarlegt að vera alltaf kynntur fyrir sjúklingunum sem Margrét læknanemi þar sem maður kann svo lítið og er svo nýr í þessu. Mér tókst að mæta alveg á réttum tíma þó að ég var í fyrstu svolítið villt á þessu RISA sjúkrahússvæði svona ein klukkan hálfsjö að morgni. En mín var komin í hjúkkukjólinn á undan hjúkrunarfræðinginum sem ég fylgdi. Skrítið að hjúkrunarfræðingar séu ennþá í kjólum hérna, en samt sem betur fer bara þeir kvenkyns! Það má samt núorðið vera í venjulegum buxum innan undir kjólnum- þó það nú. Ég var á endokrin deild eða þar sem flestir voru sykursjúkir, með skjaldkirtilshormónabrenglun og nokkrir langt leiddir anorexíusjúklingar sem voru með brengluð efnaskiptaferli. Jæja, það er nú greinilegt að ég þarf að fara að skrifa þessa skýrslu enda eiga þessar upplýsingar nú betur heima þar;)

Fór annars smá erindi í bæinn í dag og rosalega er allt ójólalegt þar, miðað við allar jólaaulýsingarnar sem maður er að alltaf að heyra og sjá!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home