28.11.02

Að vera á ferðinni á morgnanna í myrkri minnir mann bara á að vera heima á Íslandi. Núna tvo síðustu daga hef ég þurft að vakna um klukkan sex og verið að hjóla upp á spítala í myrkrinu sem er farið þegar ég er venjulega á ferðinni um áttaleytið! Það var miklu meira að gera hjá mér í dag á fylgivaktinni þar sem sú sem ég fylgdi í gær var á námskeiði og núna var ég á flakki á milli nánast allra hjúkrunarfræðinganna á deildinni. Það var því séð fyrir að ég gerði sem mest og alltaf eitthvað sem eitthver fann upp á að láta mig prufa. Var send með sjúkling í bað, fór að mæla blóðþrýsting, hita og púls... eins gott að sjúklingarnir voru voða þolinmóður. Fór svo til Nínu og við fengum okkur rosagóðan kebab hjá eitthverjum kebabkarli sem vildi endilega segja okkur að hann átti einu sinni íslenska kærustu. Í gærkvöldið fór ég í göngutúr með Unni en svona kvöldgöngutúrar eru eitt af því sem ég hef saknað að heiman og því er frábært að hafa vinkonu sína hérna til að fara út að labba með;)

Mamma, það var sko gaman að heyra í þér núna áðan og ég skal sko passa mig að láta mér batna af kvefinu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home