30.11.02
Ég vaknaði alveg þrælkvefuð í gærmorgun og ætlaði varla að nenna að leggja það á mig að fara í skólann. Ég ákvað svo að splæsa á mig strætóferð enda góður fyrirlestur sem ég myndi annars missa af. Rosalega er maður lengi með strætó eða um klukkutíma, það borgar því sig svo sannarlega að hjóla! Stoppaði í apóteki til að kaupa svona Panodil Hot te þar sem mér leið svo illa af þessu kvefi. Þegar ég var að hita það komst ég að því að leiðbeiningarnar á pakkanum voru á íslensku- sniðugt! Í gærkvöldið pöntuðum við Unnur, Danni og Beta, sem er í helgarheimsókn hérna en hún er í Lýðskólanum í Vejen, pizzur. Ohh, hvað pizzurnar eru nú góðar hérna, held ég muni jafnvel sakna þeirra heima á Íslandi. Sátum svo fyrir framan imbann og spjölluðum, voða kosý. Núna er laugardagur sem þýðir að Margrét Lára ætlar að taka til í íbúðinni, úff. Ætli ég kalli þetta ekki bara jólahreingerninguna og þá verður rosa gaman ;) Svo er meiningin að kíkja í bækurnar og jafnvel til Lise sem bauðst til að kíkja yfir verkefnið mitt um fylgivaktirnar. Reyni svo að kaupa jólaaðventuljós í gluggann minn. Í kvöld er svo julefrukost númer tvo en núna er það ekki hjá Félagi danskra læknanema heldur hjá Félagi íslenskra læknanema í Óðinsvéum. Eins gott að ég er orðin betri af kvefinu, enda rosalega dugleg að taka Prologic. Jæja, en núna er best að fara að drífa sig í að þrífa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home