Viku síðar
Ekki nema tvær vikur síðan hann Jói minn fór og ein vika síðan mamma mín kom, og nú var hún að fara aftur. Vikan sem hún er búin að vera hérna hefur liðið hratt þar sem við höfum verið að bralla ýmislegt. Við höfum að sjálfsögðu litið í búðir, farið út að borða á Hereford og fleirri góðum stöðum, fengið okkur ítalskan ís í blíðunni, farið í göngutúra, borðað góðan mat, kíkt til Kerteminde, farið til Þýskalands, kíkt í bæinn, farið í bíó á Walk the line og svo margt margt fleirra. Nú er bara að vona að næsta vika verður fljót að líða því að næsta miðvikudag verð ég sjálf í lestinni á leiðinni út á Kastrup ;)
3 Comments:
hehe ég er í þýskalandi núna. its the pleis tú bí!
Mat á mat :)
Ég elda svo handa þér ljúffengar núðlusúpur að hætti námsmanna þegar þú kemur heim á klakann elskan :)
Jaja Deutschland ist sehr schön ;)
Skrifa ummæli
<< Home