10.3.06

Dadadaraaaaa dadadaraaaaa...

Já það er alltaf gaman að vera boðin í brúðkaup. Í fyrradag var verið að bjóða okkur Jóa í eitt slíkt sem fer fram í ágúst í sumar... og tekur eina viku! Brúðkaupið mun fara fram í Túnis, Afríku á heitasta tíma ársins þegar hitinn fer varla undir 25-27°C allan sólarhringinn og fer allt upp í 40°C plús á daginn. Laugardaginn 5. ágúst munu Herra og frú Benna vera gefin saman að múslíma sið og samkvæmt óskum fjölskyldu brúðarinnar mun vikan á undan fara í alls konar viðhafnir, veislur og fleirri siðavenjur. Án efa verður mikið um dýrðir og gleði alla dagana en vonandi fáum við hvítu Frónbúarnir leyfi til að taka okkar siestur og hanga í kælandi sjónum og sundlaugum á milli þess sem við mætum prúðbúin í kjól og jakkafötum í hitanum til að taka þátt í fögnuðinum! Nú er bara að vona að við fáum frí frá vinnu í um það bil viku í kringum verslunarmannahelgina til að geta flogið suður í hitann þar sem brúðhjónin vilja endilega að ég, Jói og fjölskylda mín... það er væntanlega bara mamma og pabbi ekki öll 20 manna nánasta fjölskyldan mín... mæti á svæðið til að samgleðjast þeim á þessum merku tímamótum.

4 Comments:

At mars 12, 2006 9:35 f.h., Blogger Ragnheidur said...

Vá, en spennandi! Og heitt!!!

 
At mars 12, 2006 12:38 e.h., Blogger jhaukur (kjwise) said...

Aha, ég á eftir að bráðna einsog lítill súkkulaðimoli

 
At mars 12, 2006 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ótrúlega spennandi!!!

 
At mars 18, 2006 5:32 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Aha... ég hlakka alveg rosalega til :D Bara krossa fingur fyrir því að ég fái smá frí úr vinnunni ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home