8.3.06

Þetta gengur!

Nohhh úúú seinasti póstur komst klakklaust til skila... og með smá hjálp frá Jóa þá er kommentakerfið komið í lag og nýtt lúkk komið á síðuna... Já ætli maður fari ekki bara að blogga aftur í tilefni dagsins, Alþjóðlegi kvennréttindadagurinn er í dag ;) Tja það eru samt ekki alveg heil tvo ár síðan ég bloggaði síðast þar sem ég er komin með svona myspace síðu, www.myspace.com/margretlara og ég hef verið að tjá mig smá á henni seinustu 2-3 vikur! En æi það er ekkert gaman að blogga mikið þar því að fólk á ekki svo auðvelt með að kommenta og sumir halda að þeir geti ekki kíkt inn á myspace síðu án þess að vera með aðgangssíðu sjálfir... Því ætla ég að byrja að blogga hér aftur sem og smá á nabblablogginu... og vona að eitthverjir kommenta hehe ;)

P.S. Í þar síðustu bloggfærslu sagði ég að það þýddi ekkert að hringja í danska númerið mitt þar sem ég hefði týnt símanum mínum... tja nú er ég að minnsta kosti komin með síma aftur þannig þið getið sko alveg náð í mig ha...

7 Comments:

At mars 08, 2006 6:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

kvitt kvitt, þetta er miklu betra, búnað kíkja á myspace en nenni ekki að fá mér þannig og hef því ekki kommentað, þetta er miklu betra skvís. kv heiðdís

 
At mars 08, 2006 7:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

veij, til hamingju með að geta lagað þessa síðu :) Hún er mikið aðgengilegri en myspace síðan þín :)

 
At mars 08, 2006 9:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið var að maður getur commentað eitthvað hjá þér.....öh ég hef ekkert að segja....skrambans.

 
At mars 09, 2006 2:02 e.h., Blogger Ragnheidur said...

Líst vel á þetta og er sammála fyrri kommentum! ;-)

 
At mars 09, 2006 7:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jább, sammála síðustu ræðumönnum, gott að sjá síðuna aftur komna í gang
Hrönn

 
At mars 10, 2006 3:05 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Takk fyrir að kommenta... mikið skemmtilegra að heyra frá lesendum og sjá hverjir kíkja á bullið í manni ;) Nú er bara málið að bæta inn linkum, myndum og fleirri skemmtilegheitum svona smátt og smátt til að gera síðuna enn skemmtilegri ;)

 
At mars 12, 2006 2:24 e.h., Blogger Sandra said...

Hei, er kommentið mitt dottið út sem ég skrifaði hér um daginn:-(
En allavegna, aftur til hamingju með að skrifa á þessa síðu, hún er miklu aðgengilegri og loksins hægt að skrifa til baka:-)
Megir þú geta skrifað mikið og lengi hér:-)
kveðja
Sandra

 

Skrifa ummæli

<< Home