1.12.02

FULLVELDISDAGURINN OG 1. Í AÐVENTU
Ahh, var að koma inn úr rosa frískandi göngutúr með Unni. Gengum út um allt hérna í Bolbro- hverfinu okkar sem er ansi ólíkt gamla, góða Fossvoginum. Jólahreingerningin fór ekki fram fyrr en í dag eftir að ég vaknaði rosalega vel úthvíld í morgun, ohh hvað það er gott að sofa frameftir stundum. Mig langaði svo að skreyta meira þegar ég var búin að taka svona vel til og meira að segja líka búin að láta blómin mín í smá sturtu. Er reyndar búin að láta smá gulllitaða englasnúru í gluggakistuna mína sem og lítinn, sætan snjókarl í jólasveinadulbúning. Síðan má ekki gleyma súkkulaðijóladagatalinu mínu sem Anna, herbergisfélaginn minn, gaf mér en það er hérna við hliðina á mér við skrifborðið, NAMMINAMM. Leitinni að aðventuljósi í gluggann er hins vega ekki lokið og verður haldið áfram á morgun. Það var samt hálf fúlt að geta ekki kveikt á því í dag en það verður að vanda valið á svona ljósi og það sem fæst í Födex er ekki alveg eins og ég vil hafa það. Sakna þess að vera ekki heima í dag og kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum en ég verð komin til að kveikja á því þriðja í staðinn.

Það var svo rosalega jólalegt á julefrukostinum í gær með hinum íslensku læknanemunum að ég get ekki beðið lengur eftir jólunum. Komst í alveg rosalegt jólaskap í gær þar sem við mættum öll í jólafötunum og sátum og borðuðum jólamat, sungum, fórum í pakkaleik og hlustuðum á jólalög. Það borgaði sig svo sannarlega að fara þar sem núna er ég komin í þetta fína jólaskap. Núna hlakka ég líka enn meira til miðvikudagsins þegar ég og Nína ætlum til Kaupmannahafnar að skoða jólaljósin í Tívólíinu og líka smá í búðir að versla jólagjafir ;) En skildu Danir vita hvaða dagur er í dag? Það hefur nú enginn óskað mér til hamingju með Fullveldisdaginn ennþá en ég er nú reyndar ekki búin að hitta neina Dani í dag! Sé hvað Lise gerir í kvöld þegar ég lít til hennar með verkefnið mitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home