23.3.06

Á Spáni er gott...

Hvað haldið þið? Ég var rétt í þessu að ganga frá flugmiðum fyrir mig og Jóa til Spánar... við erum á leiðinni í sólina og hitann eftir rúmar 7 vikur! Ég er í eitthverju skrítnu fríi 5. maí til 22. maí og því hafa mamma og pabbi ákveðið að kíkja hingað í heimsókn til að hjálpa mér að flytja og síðan verður haldið í sólina þar sem þau eru búin að leigja sumarhús í Torrevieja. Þar verður dvalið í 6 daga og án efa margt skemmtilegt og túristalegt brallað... farið í vatnagarða, tívólí, á djammið á Benidorm, sólað sig, út að borða og jafnvel ekið alla leið upp til Barcelona að hitta spænska vinkonu mömmu... ohhh hvað ég hlakka til. Jói mun fljúga til Köben og hitta á okkur á flugvellinum... þreyttur og útúrtjúnaður eftir prófatörn. Síðan fljúgum við "heim" til Danmerkur, ég í skólann aftur en Jói í áframhaldandi frí, að kveldi 21. maí í stuttbuxum og ermalausum bol ;)

6 Comments:

At mars 24, 2006 8:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er þetta, ungfrúin bara að fara að flyta? verið að fara að stækka við sig?

kv. Bryndís

 
At mars 24, 2006 8:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

flyta = flytja

 
At mars 24, 2006 1:48 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Hehehe jamm... en verð samt á flækingi í rúmt hálft ár! Ég verð nefnilega mikið heima á Íslandi í verknámi næstu önn og líka að vinna eitthvað... auk þess verð ég ábyggilega eitthvers staðar út á landi hérna í DK í verknámi þannig að ég segi upp íbúðinni og fæ að búa í þá þrjá mánuðu sem ég þarf á íbúð að halda í Odense hjá Elvu og Ragnheiði sem verða heima í verknámi þegar ég er hér! Flókið himmm, en svo flyt ég í stærra húsnæði í janúar eða febrúar 2007 :D

 
At mars 24, 2006 4:19 e.h., Blogger Ásta said...

Öfund öfund!

 
At mars 25, 2006 10:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef þig langar að flækjast til Koldig einhvertíma á flækingstímabilinu þá eiga Koldingbúar stóra vindsæng og finnst gaman að fá helgargesti.

 
At mars 25, 2006 1:50 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Hey úúú það er kúl ;) Ég verð án efa eitthvers staðar á suður Jótlandi í praktík... kannski Sönderborg eða Esbjerg ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home