3.12.02

Úff, eftir að vera búin að vera sæmilega hress af þessu leiðindar kvefi í einn dag þá tekur Gullfoss og Geysir við. Fékk meira að segja hita og beinverki og var ógeðslega slöpp í gærkvöldi og í nótt. Ég ætla bara að vona að ég sé að taka þetta allt út áður en ég kem heim ;) Annars náði ég að sofa lengi frameftir og vonandi svaf ég þetta úr mér. Ég fór því ekki í skólann í morgun, en varð þó hreinlega að fara með studiegrúppunni minni áðan í Klínikbygginguna uppi á sjúkrahúsi. Við fórum nefnilega í Færdighedslabratoriuna þar sem okkur var kennt að setja upp veneflon og að sauma. Síðan máttum við æfa okkur á dúkkum sem höfðu "blóð" í æðunum og svo máttum við endilega prufa á hvoru öðru, en reyndar ekki að skera sár og sauma það heldur setja upp nál. Ég treysti mér þó ekki að fara út að borða með krökkunum og hélt þess í stað heim á leið til að læra. Reyndar var ég að uppgötva að ER er í sjónvarpinu núna og ég verð nú barasta að leyfa mér að horfa á þann þátt ;) Vegna veikinda minna vorum við Nína búnar að fresta Kaupmannahafnarferðinni sem við vorum búnar að plana að fara á morgun. Ég var síðan að uppgötva að það er síðasti dagurinn sem við getum hugsanlega farið þar sem það er svo stutt þar til við förum heim. Ég ætla því að sjá til hvort ég treysti mér ekki til höfuðborgarinnar á morgun að skoða jólaljósin...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home