Þá er sumarið komið!
Klukkan tvo í nótt varð klukkan allt í einu þrjú, sem sagt sumartími kominn hérna í Danmörku sem þýðir að nú er ég tveimur tímum á undan íslenska staðartímanum! Lóan kom líka til Íslands í fyrradag þannig að sumarið hlýtur að vera koma... alla vega vona ég að það fari að hlýna og vora þar sem ég er búin að fá nóg af vetrinum. Jakk.Mikil djammhelgi er liðin og nú sit ég uppi með spurningar eins og hvort ég sé orðin of stór fyrir að djamma tvær nætur í röð... Á föstudagskvöldið mættum við nokkur úr læknisfræðinni í eitthvern ratleik sem Van Wilder setti saman fyrir okkur. Eitthver ónefndur byrjaði að hafa samband við hana Helenu í gegnum sms og skrif á bloggið hennar. Við ákváðum að slá til og mæta í ratleik um Óðinsvé sem var vægast sagt gaman og ótrúlegt að komast að því hvaða kapp býr í manni þar sem undir lokin þá var allt gert til að komast fyrst í mark. Úfff veit sko ekki hvernig færi fyrir mér í Amazing race! Mitt lið eða ég, Nína og Berglind fórum með sigur af hólmi, komum bæði fyrst í mark og unnum flestar þrautirnar. Eftir þennan skemmtilega leik var haldið í eitthvað weird partý og svo aðeins litið á einn skemmtistað. Ég var þó ekki lengi þar sem á laugardagsmorguninn var ég búin að taka að mér að vera með fyrirlestur eða keis á vegum FÍLÓ og því eins gott að vera sæmilega óhvíldur. Í gærkvöldið var síðan árshátíð FÍLÓ sem var vægast sagt vel heppnuð... en himmm ekki endist ég með á djammið eftir á... þráði bara að komast heim að sofa hehe... enda komin einum tíma á undan!
1 Comments:
Já, það er ekki slegið slöku við í djammdeildinni þarna út í Óðinsvéum! Mér skilst að sögur fari um Fjón og víðar að Íslendingar hafi verið ansi fallvaltir og bókstaflega rúllað um innviði Óðinsvéa er þeir stigu af Árshátíð og ákváðu að mála bæinn rauðann.
Skrifa ummæli
<< Home