Nú jæja, bollurnar heppnuðust nú bara vel eftir allt saman... þær voru að vísu svolítið minni en þær sem mamma gerir en engu að síður afar ljúffengar með miklum súkkulaðiglassúr, þeyttum rjóma og annað hvort bananakremi eða kirsuberjamauki. Ákvað að gera smá tilraun með því að setja bananakrem á sumar og þær voru rosa ljúffengar. Plataði nágrannana mína hann Baldur, sem er með mér á önn í læknisfræðinni og Anne, lífefnafræðinema sem bjó með mér á Raskinu, niður í bollukaffi til að fá minna samviskubit yfir að háma í mig bollur í heilsuátakinu ;) Ég get þó sagt að ég hafi að nokkru leyti unnið fyrir þeim þar sem ég fór í MEGA leikfimistíma þar sem það var aldeilis tekið á undir handleiðslu stráks með rakaða fótleggi... Hafði nú ekki tekið eftir því fyrr en Ása benti mér á það en ég held að hann geri þetta út af tattóinu sem hann er með yfir allan sköflunginn á hægra fæti- þó það gæti kannski verið í samhengi við að maðurinn klæðir sig í selskinnsloðkápu...
Ætli maður fari ekki að læra meira og hætta í tölvunni. Ég var þó orðin verulega hrædd í morgun um að netið og MSNið væri að fara að detta út hjá mér þar sem ég hef ekkert komist inn á það síðan á sunnudaginn... kannski svolítið fljót til að hafa áhyggjur! Það versta er samt að það kláruðust ekki allar bollurnar í gær og það eru tvær inni í ísskáp sem bíða eftir að vera borðaðar. Kannski að maður leyfi sér að fá sér smá bita gegn því að fara svo í pumpið hjá henni Ástu. Svolítið skondnir tímar leikfimistímar þar sem helmingurinn af þeim sem mæta í púlið hjá henni eru Íslendingar... hún gæti bara farið að sleppa því að tala á dönsku í tímunum!
24.2.04
Um mig
- Nafn: Margrét Lára
- Staðsetning: Odense, Fyn, Denmark
... stud. med. vonandi bráðum cand. med. á lokasprettinum í læknisfræðinni við SDU Óðinsvéum... ... kærasta hans Jóhanns Hauks... dóttir Jóns og Sifjar... systir Villu, Maju og Ívars... frænka 10 "gríslinga"... ... "gamall" fiðluleikari er reynir að grípa í fiðlunna inn á milli...
Previous Posts
- Arabískt rabb glymur um alla götuna núna, eitthver...
- Mini-útgáfan af tarantúlunni sem faldi sig í visnu...
- Nei... ohh verð að laga þessa internettengingu mín...
- Úfffúfff, hvað ég er búin að vera hrikalega ódugle...
- Núnú, svona mörg lönd sem maður á eftir að heimsæk...
- Hey, ætlaði að fara að blogga aftur í tilefni af þ...
- Jæja, þá er maður komin með internet tenginguna í ...
- Halló öll sömul aftur! Ég var að uppgötva hvað þ...
- Í kvöld voru litlu jólin haldin. Við vinkonurnar í...
- Jólafríið á Íslandi er sko hafið! Ohh, hvað það er...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home