14.2.04

Úfffúfff, hvað ég er búin að vera hrikalega ódugleg við að lesa... er komin með STÓRT samviskubit. Alltaf þegar ég er búin að koma mér vel fyrir með atlasinn og allar bækurnar um hjartað þá nær eitthver að plata mig í að gera eitthvað annað. Var plötuð í partý í gær, í búðir og leikfimi dag, í bíó áðan en svo náði ég að hlusta á hinu veiku rödd samviskunnar sem hljómaði innra með mér og fór ekki með krökkunum at ha' en öl á eftir. Meiningin er nefnilega að vakna snemma í fyrramálið og jafnvel taka smá lestrarrispu fyrir leikfimispúl í hádeginu... En hvað kemur síðan í ljós, ég næ ábyggilega ekkert að sofna snemma þar sem hin sænski nágranni minn Jakob er með partý! Hann og vinirnir eru að taka öll sænsku eurovisjónlögin fyrir og þeir sem hafa heimsótt mig vita nú hvað það er rosalega hljóðbært hérna á kolleginu. Herre gud!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home