21.2.04

Arabískt rabb glymur um alla götuna núna, eitthver var að keyra inn götuna með græjurnar í botni. Þetta fylgir víst því að búa við hliðina á íslamskri menningarmiðstöð ;) Í gær var ég nú sjálf á Íslendingasamkomu þar sem allir íslensku læknanemarnir hérna í Óðinsvéum voru að hittast og fagna nýnemunum sem voru að byrja núna á vorönn. Það var nú ekkert íslenskt rabb spilað þar en við hittumst jú á írskum pöbb, Ryan's, þar sem írskt þjóðlagatónlist var við völd. Ætlaði nú upphaflega rétt að kíkja en endaði með að vera þarna til að verða hálffjögur-enda var svo gaman. En rosalega er ég nú orðin rugluð í enskunni... fór með Nínu á barinn og barþjóninn hélt að við værum hérna í málaskóla. "Ahh, are you from a language school?" Við svöruðum um hæl "No no, we are from ICELAND!" eins og það skýrði allt! Gerðum okkur þá grein fyrir að hann var sjálfur ekki Dani, mikið af Bretum og Írum sem vinna þarna, þannig að við svissuðum yfir í enskuna. Úff, það kom litlu betur út þó það endaði ekki með me me, chicken chicken, pay pay... smá nabblaeinkahúmor ;)

En nú er best að fara að koma sér í að gera eitthvað. Nettó innkaup bíða og ég ætla að vera svo myndarleg að kaupa í rjómabollur og reyna að baka jafngóðar bollur og mamma gerir alltaf. Ef það tekst þá bíð ég í bollukaffi á morgun. Verst að núna er ég búin að sofa af mér allt góða grænmetið og ávextina í Nettó, bara restar eftir :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home