16.2.04

Nei... ohh verð að laga þessa internettengingu mína! Var búin að skrifa ein póst og var að fara að birta hann en þá var ég allt í einu dottin út af netinu og svo þegar ég komst inn á það aftur þá var pósturinn dottin út! Jæja, taka tvo þá...

Ég er nú búin að vera dugleg í dag! Reyndar ekki við að læra þar sem eitthvað óstjórnlegt hreingerningaræði greip mig. Þegar ég var búin að tröslast heim úr skólanum upp úr hádegi í dag datt mér í hug að skella í svona eina þvottavél... það endaði með að ég þvoði fimm þvottavélar og hefði vel getað fyllt eina í viðbót ef ég hefði haft tíma. Reyndar á ég ekki svona mikið af flíkum, þetta voru mest handklæði, sængurver, já bara nánast allt nema rúllugardínurnar sem lentu í þvottavélinni. Byrjaði svo að sópa smá yfir gólfið yfir í þvottahúsinu og taka alla ógeðslegu kóngulóarvefina sem voru þar og endaði með að taka litla kotið mitt ærlega í gegn. Ahh, það verður sko gott að fara að sofa, allt svo tandurhreint. Næsta mál á dagskrá er að koma ljósinu í lag inni á baði þannig að ég komist nú sjálf í almennilegt bað! Reyndar er það nú voða huggó og róandi að fara í steypibað við kertaljós... Bauð svo Ásu í hvítlaukskjúkling með öllu tilheyrandi. Meiningin var svo að diskutera svolítið um næsta vísindaheimspekiverkefni sem við eigum að skila... puff. Reyndar gekk það alveg ágætlega þó það hafi nú verið ýmislegt annað skemmtilegra að ræða um ;)

Hitti á eina risastóra og hrikalega óhugnanlega kónguló þegar ég var að hreinsa gömul lauf af stéttinni fyrir utan. Þorði eða vildi nú ekki drepa hana en nú er ég pínu hrædd um að kvikindið sé komið í kotið mitt... úff, má ekki hugsa svona... verð að fara að sofa! Ég er heldur ekkert hrædd við kóngulær- nema þegar þær líta svona út eins og þessi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home