Litli bjargvætturinn
Dagarnir eru búnir að líða hratt að undanförnu... ég trúi ekki að ég sé á leið aftur út :(En það þýðir þó líka eitt, það eru 4 vikur í sólina á Spáni. Vúhú.
Fyrir rúmlega viku síðan var litið upp úr bókunum og ekið á rauða Saabinum ásamt henni Þóreyju áleiðis til Keflavíkur lesist úthverfi Hafnarfjarðar. Tekið var hús af lítilli fjölskyldu í snorturi íbúð og haft það kosý saman. Takk fyrir mig Atli Þór, Ragnheiður og Andri. Eftir gott spjall, vín(jarða)berjaát og leik á teppi var lagt af stað aftur til borgarinnar. Ljóst var þó að það þyrfti að koma við á bensínstöð og upphófst nú mikil leit af bensínstöð með fokdýru 98oktana bensíni sem Saabinn drekkur í sig. Eftir þó nokkurt hringsól á síðustu droppunum var dælt á bílinn á Esso "þjónustustöð" í Lækjargötu Hafnarfirði. Jæja, svo var ferðinni heitið áfram nema hvað að nú strækaði bílinn algjörlega... orðin rafmagnslaus. Þrátt fyrir að vera á stað þar sem maður væntir þess að fá lágmarksþjónustu fyrir bílinn fengum við enga starthjálp, gátum að vísu keypt startkapla dýrum dómum! Ákváðum við því að hringja í stóru sys sem einmitt býr rétt hjá til að koma okkur til bjarga sem hún gerði... sendi að vísu manninn sinn. Áfram var haldið og Þórey komst heim til að borða...
Þar sem Jói var svangur heima var ákveðið að gera vel við sig og kaupa gómsætan kebab frá Kebabhúsinu. En nei nei nú strækaði bílinn aftur, og nú á miðju Lækjartorgi nánast þar sem ég hafði fengið stæði á "besta"stað. Argh og gargh og nú kom hann Jói minn og hin stóra sys mér til bjargar... eftir 40 mínutna bið með opið húdd og startkaplana tilbúna fyrir utan Pravda.
Ástæðan fyrir hversu lengi það tók hana koma mér til bjargar var þó nokkuð skemmtileg... litli kall hann Jón Stefán 2 ára gutti vildi endilega koma með þar sem hún Margrét stóra frænka var grátandi í bílnum niðri í bæ vegna ófara sinna og hann þyrfti nú að koma og hugga... eftir að það var búið að skipta á bossanum á honum.
Það skal þó tekið fram að ég var ekki grátandi þó að ég hafi verið gráti næst heldur datt honum þetta í hug sjálfum þegar hann sá að mamma sín var á leiðinni út úr dyrunum að redda litlu systir! Eftir þetta var gott að komast og hitta á vini og spila og hygge sig... og himmm bílinn skilinn eftir heima í Geitlandi... enn og aftur rafmagnslaus!
1 Comments:
Æjææj, þið hafið verið dálítið seinheppin með bíla að undanförnu, rafmagnslaus og bensínlaus;-(
En það var nú gott að þetta reddaðist allt saman:-)
Og litla dúllan Jón Stefán að vilja koma með og hugga Láru sína:-)
Gangi þér vel í prófunum.
Kveðja
Sandra
Skrifa ummæli
<< Home