28.3.06

Sumt fólk...

... ætti sko að hugsa sig tvisvar um áður en það sest undir stýri! Ég hef nú lent í ýmsu hérna í hjólaumferðinni í Danmörku en þó er almennt tekið fullt tillit til hins mikla réttar sem við hjólreiðarmenn höfum fram yfir bílaumferð og já gangandi vegfarendur. Þó hef ég verið einu sinni keyrð niður þegar ég var í fullum rétti, mig grunar að gaurinn hafi nú verið búinn að fá sér eitthverja bjóra á föstudagseftirmiðdegi og ekki verið með athyglina í lagi. Var alla vega voða næs og almennilegur án efa til þess að enginn myndi hringja í lögguna því hér missir fólk ökuréttindin fyrir að dundra niður hjólreiðarfólk. Nokkrum sinnum hef ég lent í því að vera næstum því ekin niður en tja þessa dagana held ég að það sé búið að prenta út mynd af mér í rauðu dúnúlpunni á bláa hjólinu mínu með undirskriftinni þessi hefur engin réttindi í umferðinni! Ég held að það sé ekki laust við að hlýindin undanfarna daga fari illa í hinu dönsku bílista. Lenti í því í gær að þegar ég var að fara yfir götu sem er 2föld í báðar áttir og með umferðaeyju í miðjunni að það kom kona sem virtist ætla sér að aka mig niður. Ég fór frekar varkárlega yfir og gæti þess að það var enginn bíll nálægt þar sem gatan er fremur hættuleg... en ætli kellan hafi ekki birst á ljóslausum steingráum bíl og 2földum leyfilegum hámarkshraða þannig að ég rétt næ að forða mér upp á hjólastíg! Ekki nóg með það heldur þá dúndrar hún niður á flautuna og slær ekki af hraðanum þannig að ég varð vægast sagt öskureið... urgh. Í dag voru það hjón sem voru á eftir mér... ég játa þó að ég var nú pínu að brjóta lögin í þetta sinn þar sem ég var að hjóla yfir gangbraut en ekki hjólastíg. Hefði án efa átt að reiða hjólið yfir en fannst þetta fljótlegra og auk þess var eitthvað par að labba yfir þannig að ég var ekkert fyrir... en nei nei birtast ekki umrædd hjón og svína fyrir mig en stoppa að lokum og hleypa okkur öllum yfir. Ég hjóla svo áfram og þau á eftir og kellan skrúfar niður og öskrar eitthvað á mig. Hvad, undskyld hrópa ég á móti en fæ bara fingurinn frá öskureiðri kellunni!

4 Comments:

At mars 28, 2006 11:11 e.h., Blogger Elva said...

ojojoj

þoli ekki þetta danska dónafólk í umferðinni!

en núna ertu bráðum að fara á klakann þar sem allir eru vinir í skóginum :)

gonna miss you baby!!

elva

 
At mars 29, 2006 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dísús kræst er það nú dónaskapur.

 
At mars 29, 2006 11:41 f.h., Blogger Ragnheidur said...

Kannski er það rauða úlpan sem æsir ökumennina, svona upp svipað og naut í nautaati! Nei, annars er þetta nú ekki nógu gott - þú verður að komast í heilu lagi til Íslands aftur.

 
At mars 29, 2006 5:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta virðist vera ein af frumþörfum Dana, að viðra löngutöng í umferðinni...frekar lummó sko hehe Been there, seen that...

 

Skrifa ummæli

<< Home