26.4.06

Í sól og sumaryl

Allt í einu kom vorið... á laugardaginn þegar ég var að flytja út úr íbúðinni minni til rúmlega þriggja ára þá helltust hlýindin yfir og sólin fór að skína. Undanfarna daga hefur svo verið hið fínasta veður og allt að 18 stiga hiti. Já nú er sko dejligt að hjóla um í fuglasöng og dirrindí, blóm út um allt og tréin að laufkast. Fólk er líka orðið ansi iðið að fara út að skokka, út að ganga, flatmaga í almenningsgörðum með öl og hygge sig og í fótbolta, frisbí og ýmsum leikjum... hehe gæti sagt hjóla en Óðinsvéingar eru nú alltaf duglegir að því.

Síðan ég kom út hefur nú ýmislegt drifið á daga mína. Þegar ég opnaði póstkassann á sunnudagskvöldið/nóttina þreytt eftir ferðalagið frá Íslandi blasti við mér tilkynning um að ég ætti að flytja út 1. maí en ekki 15. maí eins og ég gerði ráð fyrir þegar ég sagði upp íbúðinni. Úppsí þennan misskilning verð ég eitthvern veginn að geta leiðrétt hugsaði ég með mér þar sem ég yrði akkúrat algjörlega önnum kafinn í skólanum og námskeiðum kringum þennan tíma og gæti því ekki staðið í eitthverjum stórræðum á sama tíma. En svo var hún Elva svo sæt að leysa málið á snilldarveg, sagði að ég gæti bara flutt inn til sín eða sem sagt 22. apríl þar sem hún er jú á heimleið til Íslands á morgun, 27. apríl, og ég ætlaði hvort eð er að flytja inn til hennar... Þannig að nú er ég flutt út úr litlu, kósý íbúðinni minni á Pjentedamsgade og búin að koma nánast öllu dótinu mínu fyrir í geymslunni hjá Elvu... tæpum þrem vikum fyrr en til stóð! Íbúðin hennar er nú enn skemmtilegri en mín, alveg inn á spítalasvæðinu nánast þannig að ég get ekki verið þekkt fyrir að mæta of seint í skólann, björt, rúmgóð og upp við stóran garð með fullt af blómum og trjám með syngjandi fuglum í... reyndar kirkjugarður en tja bara góðar sálir sem fylgja honum. Hér mun ég búa næstu 2 mánuðina þar til ég fer heim. Á næstu önn verð ég nú meira og minna heima en svo sniðuglega vill til að þá 2 mánuði af fimm sem ég þarf húsnæði í Óðinsvéum á næstu önn verður hún Ragnheiður sem býr á þessu sama kollegii heima í verknámi þannig að ég mun framleigja íbúðina hennar. Svolítið púsl en ekki svo flókið ;)

Prófið í geðblokkinni seinasta föstudag gekk ljómandi vel og því get ég nú tilkynnt opinberlega að ég er að fara á geðdeild í sumar í þrjá mánuði... að vinna sem aðstoðarlæknir. Það er nú ekki laust við að maður sé með pínu hnút í maganum yfir því en vonandi gengur nú allt vel og ég er spennt yfir því að takast á við það að vinna sem aðstoðarlæknir... í fyrsta sinn. Annars var ég á undirbúningsnámskeiði í gær fyrir verðandi aðstoðarlækna á geðdeild, tvisvar sinnum þrír tímar fóru í það að undirbúa okkur undir hvað bíður okkar.

Og meira skólatengt! Núna er ég á 2 vikna námskeiði í húðsjúkdómum. Mér finnst þetta hljóma ansi spennandi fag og án efa áhugavert að leggja þessa sérgrein fyrir sig. Við hittum og ræddum við eina átta sjúklinga í dag með ýmiskonar vandamál sem sum hver flokkast ekki einungis undir húðsjúkdóma... úff mig klæjar. Einn var þó engan veginn hress með okkur fuglnabjargið sem hékk yfir honum... lítill þriggja mánaða hnoðri sem vildi bara fá að kúra í fanginu á pabba og ekkert láta pota í sig eða góna á sig!!

6 Comments:

At apríl 26, 2006 6:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að íbúðamálin redduðust! hefði verið verra ef þú hefðir þurft að að vera flækingur á hjóli í hálfan mánuð! ;)

Og innilega til hamingju með geðdeildastarfið!! :D

 
At apríl 26, 2006 9:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ margrét. ætlar þú heim á reunion.

 
At apríl 27, 2006 1:12 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Vá hvað mig langar til að mæta... sérstaklega eftir að skoða Réttó síðuna okkar (www.retto96.tk)! Nostalgía! En æi held ég komist nú ekki... Jói verður hjá mér frá miðjum maí fram yfir hvítasunnu og nóg að gera í skólanum... og alltaf spurning um pénínga ménínga!

Takk fyrir það Magga :D

 
At apríl 27, 2006 2:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sagðir að það hafi verið dregin upp dökk mynd af starfinu, það er alla vega gott að þú ert við öllu búin, veit bara að ég hef tekið vaktir hjá frekar brjáluðum sjúklingum hér í dk veit ekki hvernig þeir eru heima (ekki eins oft fixeraðir í belti) en mér var alla vega sagt að ég skyldi hlaupa ef einn sjúklingurinn myndi losa sig úr beltinu... það var pínu scary því viðkomandi hafði gert það áður og var alveg crazy... knús Heiðdís

 
At júlí 19, 2006 8:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»

 
At júlí 24, 2006 4:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Especially I like the first site. But other links are informative too, if you are interested check all those links.http://google-index.info/2211.html and http://neveo.info/801.html

 

Skrifa ummæli

<< Home