6.12.02

Það var sko sannarlega jólalegt í Köben. Vaknaði á miðvikudagsmorguninn nokkuð hress og var svo staðráðin í að fara til Kaupmannahafnar að ég hlustaði ekki á röflið í maganum. Það kom svo í ljós að það var alveg rétt hjá mér, eina vesenið sem ég hafði með magann var það að ég og Nína vorum full ákáfar í að háma okkur pizzur og þamba gos á eat-and-drink-as-much-as-you-can hlaðborði á Pizzahut! Ekki sniðugt þegar maður hefur ekki borðað neitt í tvo daga... Allt var rosalega vel skreytt og risa skautasvell á torginu við Nyhavn. Ég og Nína byrjuðum samt á því að hjálpa gömlum manni sem missti jafnvægið í rúllustiganum á Hovedbånegarden. Hann datt aftur á bak og við þurftum að beita öllum okkar kröftum til að grípa hann og hjálpa honum í að ná jafnvægi. Skrítið, enginn gerði neitt nema að argast í hvað væri að gerast þar til ég fór að kalla; HJÆLP!! Við náðum ekki að fara í Tívolíið vegna þess að við fórum á kaffihús, bæði Café Norden og eitthvað annað í Nyhavn;) Þetta var rosa vel heppnuð ferð og mér leið eins og ég hafði farið í frí til útlanda þegar ég kom til baka!

Eitt áttaði ég mig ennþá betur á í sambandi við jólin þegar ég og Nína röltum upp og niður Strikið. Það getur verið alveg óhugnanlega erfitt að finna góðar jólagjafir enda var það alltaf þannig að þegar við heyrðum í eitthverjum Íslendingum þá voru þeir að rökræða hvað hinn og þessi vildi ábyggilega fá í gjöf! Því hef ég ákveðið að koma með smá lista af hlutum sem mér langar í... bara nokkrar hugmyndir.

MIG VANTAR
Regnföt- til að hjóla í rigningunni hérna enda orðin þreytt á því að mæta rennandi blaut í skólann...
Vetrarúlpu- dúnúlpan mín er svo skítsæl enda er hún hvít á litin. Svo þarf ég svolítið liprari flík!
Skó, íþrótta eða hversdags- það kom gat á skóna mína...

MIG LANGAR Í

Táknmálsmyndaorðabókina
Body Shop kinnalit nr. 05, Tea Rose
Eye Shimmer 06, Violet eða Eye Shimmer 07, Indigo augnskugga frá Body Shop
Body Shop varalitablýant nr. 06, Mahogany
Góðan svartan maskara
Aromatic Beauty Body Spray frá Darphin
Góða íþróttasokka í leikfimina
Leikfimisföt
Flottar flíkur

P.S. Það var smá snjóföl yfir Óðinsvéum í morgun, ef til vill jólasnjórinn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home