23.12.02

Í kvöld voru litlu jólin haldin. Við vinkonurnar í NNN, Níu Nöskum Nöflum, hittumst allar nema Þórey, sem er ábyggilega á leiðinni eða jafnvel komin út til New York, heima hjá mér. Við fengum okkur kakó með rjóma, kökur, smákökur og svo auðvitað heita aspasréttinn! Smá upphitun fyrir jólakræsingarnar. Það var sko sannarlega gaman að hittast allar svona í rólegheitunum og spjalla. Hlógum nú mikið af vitleysunni í okkur í gærkveldi í partýinu hjá Sif... fórum svo í skemmtilegan pakkaleik og ákváðum að búa til hefð fyrir svona jólaNNNboði. Í gærkvöldið fór ég líka í afmælið hjá Siggu Maju sem var svaka stuð. Úff, en núna verð ég að fara að drífa mig í háttinn þar sem Þorláksmessa er á morgun og við Hugrún María ætlum að bralla eitthvað sniðugt saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home