12.2.04

Hey, ætlaði að fara að blogga aftur í tilefni af því að það er um það bil ár síðan ég skrifaði eitthvað hérna en þá kom í ljós að einn pósturinn sem ég hafði skrifað í mars hafði ekki komist á netið! Þannig að það er ekki alveg eitt ár síðan ég lét heyra í mér!

Annars er nú allt gott að frétta af mér. Hef verið að bardúsa ýmislegt síðasta árið og eiginlega verið jafnmikið í Danmörku og á Íslandi, eða jafnvel meira á Íslandi þar sem danskan mín hefur lítið batnað. Annars heyrði ég gott orð um manneskjur eins og mig sem skilja annað mál en móðurmálið mjög vel en geta takmarkað tjáð sig á því eða að manneskjan hafi et passivt ordforråd! En nóg um það. Ég er sem sagt komin á fjórðu önn núna, ótrúlegt hvað þetta líður þar sem síðast sem ég lét í mér heyra hérna á blogginu þá var ég bara á 2. önn og ekki finnst mér það vera langt síðan. Einu hef ég komist að í þessu námi, engin önn er "léttari" lestrarlega séð en önnur og það er ALLTAF mikið að gera. Því er þó ekki að neita að þetta er ROSALEGA gaman þó stundum sé maður ekki alveg sáttur við allan lesturinn. Fyrir viku síðan var ég nú reyndar að koma af síðustu "vaktinni" minni af slysó uppi á Borgarspítala. Ég var nefnilega í tvær vikur þar í præklinik og fékk að fylgjast með störfum lækna og hvernig hlutirnir fara fram inni á deild. Þetta var vægast sagt góð tilbreytning.

Annars er það að frétta af tónlistariðkun minni að ég er að hætta að spila með öllum vingjarnlegu öfunum og ömmunum í Hindholmsorkestren. Mig langar nefnilega að fara yfir í Universitetsorkestruna en fyrsta æfingin með henni er eftir viku. Ég hlakka rosalega til að sjá hverjir eru í henni en meðlimir hennar ættu nú að vera ögn nærri mér í aldri en í hinni hljómsveitinni! Svo er víst líka verið að plana tónleikaferðalag til Suður-Frakklands í sumar og maður þarf ekki að borga neitt- eitthvað sem ég er alveg til í!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home