18.3.03

Jæja, þá er maður komin með internet tenginguna í lag hérna á nýja staðnum. Jákop og Ásta komu í gærkveldið og redduðu þessu fyrir mig... Þetta þýðir að sjálfsögðu að ég er komin með MSNið aftur enda fór gærkveldið aðallega í spjall við ykkur sem ég hitti :) Það er svo frábært að vera komin í samband við Ísland aftur svona í gegnum tölvuna... Hjá mér er annars búið að vera frekar mikið að gera, en það er bara svo gaman að maður hefur ekkert á móti því. Ég flutti hingað á Pjentedamsgadekollegiet,www.pjentedam.kollegienet.dk, fyrstu helgina í mars. Núna er ég búin að koma mér nokkuð fyrir, vantar bara nokkra eldhússtóla svo ég geti farið að bjóða fólki í mat! Bauð reyndar Önnu sem bjó með mér á Raskinu á laugardaginn, eldaði fyrir hana couscous réttinn minn og síðan kíktum við á kaffihús með Nínu. Ohh, hvað það er frábært að geta bara rölt í bæinn, annað en þegar ég bjó á Rasmus Rask og þurfti að taka strætó eða hjóla í 20 mín. Síðan var svo frábært þar síðustu helgi, þegar ég kom heim frá Kaupmannahöfn eftir að hafa átt alveg frábæra skemmtiferð með Maju og öllum í Öreind, að bara lalla hingað yfir frá lestarstöðinni. Rosalega var nú gaman að kíkja til Köben- en líka gott að koma hingað til baka. Svaf reyndar alveg rosalega vel á tvíbreiðu vindsænginni hjá Emblu og Eika á Amager.

Hljómsveitin sem ég er í er alveg rosalega fín. Fólkið er mjög fínt og ég hlakka alltaf til að fara á æfingu og komast í heimabakaða bakkelsið sem er boðið upp í hléinu. Danir kunna sko svo sannarlega að hygge sig. Reyndar næ ég ekki að æfa mig sem skyldi fyrir æfingarnar en þetta er nú líka bara áhugamannahljómsveit.

Núna ætti maður að fara að kíkja aðeins meira á verkefnin í splanknologiunni eða iðrafræðinni. Reyni að vera duglegri að láta heyra í mér hérna á netinu, en annars er ég líka að fara að koma heim í páskafrí eða þann 10. apríl. Ég er byrjuð að vera svolítið spennt að sjá ykkur öll aftur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home