27.5.06

Kominn tími á nýtt blogg?

Úfff tíminn líður hratt þessa dagana. Spánarferðin var hreint út sagt frábær! Allt gekk upp og Jói kom á réttum tíma frá Íslandi svo við náðum fluginu til Spánar glæsilega... hehe ég sem hafði nú haft svolitlar óþarfa áhyggjur á að þetta myndi fara öðru vísi. Á Spáni slöppuðum við bara af, vorum með fínasta hús í útjarði Torrevieja með allri aðstöðu og þráðlausu neti í þokkabót, meira hvað maður er háður netinu ;) Dagarnir fóru í það að kíkja niður á strönd, í laugarnar við húsið, liggja út á sólpalli, elda góðan mat því svona sólarstrandarkráarmatar er ekki alltaf að gera sig hvað varðar næringargildi og bragð, fórum í vatnagarðinn og í allar mest skerí rennibrautirnar, kíktum á Benidorm og líka á áhugaverða staði í nágrenninu. Ég verð nú að segja að Benidorm kom mér á óvart, ekki eins sjoppulegur staður og ég bjóst við þó það sé spes fílingur að vera þarna umkringdur sjöunda áratugs háhýsum. Ströndin leit betur út en tja við vorum nú líka á ferð um miðjan maí en ekki í lok ágúst á háannatíma þegar allt er orðið vel útsjúskað. Við fundum fyrir því í vatnagarðinum hvað þessi tími á vorin er snilldartími til að ferðast, höfðum allan garðinn út af fyrir okkur þrátt fyrir að það hafi nú verið svolítið á fólki á sama tíma. Þetta þýddi ENGAR biðraðir og því var skrokkurinn orðinn vel marinn og gegnsósa eftir allan hamaganginn.



Seinasta sunnudagskvöld komum við svo "heim" til Danmerkur, ég og Jói. Við vorum svo einstaklega óheppin að rétt missa af lestinni til Odense og þurftum því að dúsa í kringum rónana og betlarana á Hovedbane í Köben í liðlega 2 tíma! Við komust svo heil á höldnu heim í "sveitina" og það var nú ljúft að fara að sofa upp á svefnloftinu góða í íbúðinni hennar Elvu þá :D EN síðan við komum til baka þá er ekki lengur 25-30 stiga hiti og sól heldur riging, rok og stundum haglél og bara 12-14°gráður... brrr... en sumarið er sko ekki búið :D

5 Comments:

At júní 06, 2006 4:47 e.h., Blogger jhaukur (kjwise) said...

Það er söguföslun í þessu bloggi og sá sem uppgvötar hana fyrst, annar en M.Lára, fær kippu af bjór! (Í Danmörku)

 
At júní 08, 2006 11:03 f.h., Blogger Margrét Lára said...

Já hehehe hver skyldi vera svo lunkinn að koma auga á hana ;)

 
At júlí 01, 2006 12:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»

 
At júlí 18, 2006 12:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»

 
At júlí 24, 2006 4:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Here are some latest links to sites where I found some information: http://neveo.info/927.html or http://google-machine.info/2479.html

 

Skrifa ummæli

<< Home