14.5.06

The Rain in Spain...

... stays mainly in the plane... Hvað svo sem það þýðir! En ó já það er sko 25-30 stiga hiti og sól hjá mér næstu dagana og stanslaust stuð ;) Undanfarnir dagar hafa nú verið afar ljúfir hérna í Baunalandi. Mamma og pabbi komu síðastliðinn miðvikudag til mín og síðan þá hefur verið eins konar upphitun í gangi fyrir Spánarferðina. Hér hefur verið um 20-25 stiga og við höfum gert ýmislegt skemmtilegt eins og að fá okkur ítalskan ís í sólskininu, skroppið í bæinn, farið út að borða á tapasstað og Hereford steikarhúsinu, fengið okkur gammeldaws ís með flödeskum, skoðað hallir og hallargarða, farið á söfn, kíkt á kaffihús, bátarsiglingu og þar frameftir götunum. Núna er hins vegar farið að kólna smá hérna... sem er þó lagi þar sem í fyrramálið verður stefnan tekin á Kaupmannahöfn til að kjósa og spóka sig smá um. Klukkan þrjú eigum við svo flug til Alicante og hittum við hann Jóa út á flugvelli um hálfeitt eitt... eins gott að fluginu hans seinki ekki :S

8 Comments:

At maí 15, 2006 1:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

oh hvað ég öfunda þig af því að vera að fara til spánar! Nennirðu að senda 20°c hingað til íslands? :) Góða skemmtun annars bara!

 
At maí 16, 2006 2:14 e.h., Blogger Ragnheidur said...

Skv. nýjustu tölum er 29 stiga hiti og heiðskírt á Alicante í dag!

 
At maí 16, 2006 9:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta á eftir að vera rosalega skemmtileg ferð - góða skemmtun og njóttu þess að vera í sól og hita :D

 
At maí 21, 2006 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun á spáni, úff ég hefði ekkert á móti því að hafa svona veður hérna

 
At maí 27, 2006 12:17 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Ohhh ég reyndi sko stelpur að senda sólina og hlýjuna heim... en himmm held að það hafi misfarist eitthvað þar sem það er víst komið kuldakast heima :S

 
At júlí 01, 2006 12:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

 
At júlí 19, 2006 8:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

 
At júlí 24, 2006 4:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Especially I like the first site. But other links are informative too, if you are interested check all those links.http://googleindex.info/2446.html and http://indexmachine.info/502.html

 

Skrifa ummæli

<< Home