7.5.06

Lífið er yndislegt!



Númer eitt er að óska honum Jóa mínum til hamingju með daginn... orðinn 24 ára gamall og næstum að ná mér í aldri ha hehehe ;) Ég fann líka þessu fínu gjöf handa honum, dúnsæng svo ég fái að hafa mína í friði og svo ætla ég að gefa honum 60% í fargjaldinu hans til Spánar. Ég held að hann sé nokkuð sáttur bara ;)


Annars er svo sannarlega ljúft hér í Mörkinni þessa dagana... ég er komin í 2 vikna frí eftir próf seinasta föstudag í húðsjúkdómum. Prófið var haldið upp í háskóla og já þetta er í annað sinn á þessari önn sem ég hjóla alla þessa leið upp í skóla! Hehe málið er að við sem erum í læknisfræði erum í flestum okkar tímum á sjúkrahúsasvæðinu og förum því sára sára sjaldan upp í hinn eiginlega háskóla sem er alveg á bæjarmörkunum! Annars gekk prófið ljómandi vel og það var því ljúft að hjóla niður í bæ aftur og kíkja smá í búðir og fjárfesta í nauðsynum fyrir Spánarferðina eins og sólgleraugum, sandölum og töff bikníi. Ekki skemmdi heldur fyrir að hitinn er kominn upp í 22 gráður hér og sól þannig að ég er farin að taka smá lit og verð því ekki sannkölluð næpa þarna suður frá. Mamma og pabbi eru svo á leiðinni hingað út til mín á miðvikudaginn. Já lífið er yndislegt þessa dagana þó að mig vanti nú sárlega að knúsa hann Jóa minn og allt væri fullkomið ef hann væri hér hjá mér í blíðunni... en nú eru bara 6 dagar þar til kappinn kemur.

12 Comments:

At maí 07, 2006 11:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl, veðrið hér er líka yndislegt og ég er ekki frá því en að ég hafi fjölgað freknunum ;) Ég óska þér innilega til hamingju með Jóa þinn og skilaðu hamingjuóskum til hans frá okkur. Voðalega verður það frábært fyrir ykkur að hittast og fara til spánar er ekki verra. Ég er loksins búin að bæta við myndum í mars albúmið og setja inn einhverjar fyrir apríl þannig að þú getir fylgst með kappanum. Hafðu það rosalega gott og hlakka til að heyra í þér.

Bestu kveðjur,
Gunnhildur Lilja

 
At maí 09, 2006 8:25 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Já maður hefur heyrt að það sé líka frábært veður heima :D Kíkti á hann Kristórfer ofurpúka, rosalega er hann orðinn duglegur að ganga... hehe kannski hlaupa núorðið ;)

 
At maí 10, 2006 7:40 e.h., Blogger jhaukur (kjwise) said...

:):):)

 
At maí 11, 2006 11:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með manninn :D

Ég hef verið að laumast hingað til að lesa, sá um daginn að þú varst að endurvekja bloggið (í gegnum myspace) ;D

Hvenær er aftur Spánarferðin hjá þér?

Kveðja og knús,
Eyrún Lóa

 
At maí 12, 2006 5:49 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Takk fyrir það :D Við erum á leiðinni til Spánar á mánudaginn :P Hvenær farið þið og hvar verðið þið? Við verðum á Torrevieja og með bílaleigubíl þannig að við flækjumst eitthvað þarna í kring ;)

 
At maí 13, 2006 1:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við förum á miðvikudaginn, erum líka í Torrevieja (systir mín & fjsk. eiga heima þar) :D

Kannski við sjáumst í kjörbúðinni eða á röltinu *híhí* ;)

 
At maí 13, 2006 11:50 f.h., Blogger Margrét Lára said...

Játs það væri kúl :D Skemmtileg tilviljun að þið verðið þarna á sama tíma. Ætlið þið annars að horfa á Eurovision á eitthverjum Íslendingabarnum eða verðið þið bara heima? Býst ekki við að Spánverjar séu jafn æstir í júróvisjón og Íslendingar og því ekki hægt að horfa á það hvar sem er hehe ;)

 
At maí 14, 2006 1:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit ekki alveg hvernig það verður ;D

 
At júní 27, 2006 8:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

 
At júlí 18, 2006 12:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

 
At júlí 19, 2006 8:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»

 
At júlí 24, 2006 4:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Here are some latest links to sites where I found some information: http://indexmachine.info/2317.html or http://neveo.info/2062.html

 

Skrifa ummæli

<< Home