17.6.06

Til hamingju Ísland!


Sautjándinn í ár er einn af fjölmörgum sem ég er ekki heima á Íslandi fagnandi með blöðru niðri í bæ og drekkandi heitt kakó með rjóma ásamt gómsætum pönnukökum heima í Geitlandinu. Ohhh hvað ég hlakka til að geta notið dagsins eitthvern tímann í framtíðinni heima í rigningunni undir regnhlífinni, ef hún helst heil fyrir roki, með bros á vör.

Í fyrra var ég þó heima á Fróni í rjómablíðunni sem einkenndi daginn. Dagurinn var það frábær að ég get vel lifað á minningunni núna þegar ég sit sveitt yfir því að lesa um hin ýmsu lyf gegn meltingarfærasjúkdómum. Dagurinn í fyrra var deginn snemma og við Jói fórum á samkomu hjá Búddasamtöknum hans Jóa, SGI á Íslandi. Eftir kyrjun, ræður og meiri kyrjun var setið saman og spjallað yfir dýrindis kökuborði. Síðan röltum við saman niður í bæ svona rétt til að kíkja á stemninguna. Brunuðum að því búnu austur á Selfoss í pönnsur hjá mömmu og pabba á Fossheiðinni. Síðan var haldið í sveitasæluna á Flúðum þar sem góð vinkona Jóa... og mín... hún Heiða María var að halda upp á að vera komin með B.A. í sálfræði og um leið upp á afmælið sitt. Þar vorum við í góðu yfirlæti yfir alla helgina í rjómablíðu. Heitur pottur, ratleikur, bjartar nætur, spilerí, góður matur og annað afslappelsi einkenndi því sautjánda júní helgina í fyrra. Verkun hægðarlosandi lyfja, stoppandi lyfja og fleirri skemmtilegheit einkenna sautjándann í dag! Þó er skýjað úti hérna í Baunalandi, smá sautjándafílingur er því í manni og hver veit nema ég skelli mér í fællesspisning með fótboltanum í aften eða horfi á þjóðhátíðarleikinn Ísland-Svíþjóð! Áfram Ísland!

Heiða María situr við enda borðsins með sólgleraugu.


Að lokum segi ég Áfram Jói þar sem kappinn er að taka á móti Omamori sem er svokallað ferðagohonzon nánast í þessum rituðum orðum á hátíðarsamkomunni hjá SGI. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hva' i verden er det þá skal ég reyna að koma með smá leikmannaskýringu á hugtakinu gohonzon. Go vísar til virðingar og honzon þýðir hlutur djúpstæðrar virðingar og tilbeðslu. Í þessu tilfelli er gohonzon þýðingarmikið skjal sem á er ritað grundvallar kennisetning búddismastefnu læriföðursins Nicheren. Gohonzon á sinn stað í altarisskáp þess sem stundar búddisman og kyrjar fyrir framan gonhonzon. Omamori er lítið ferðagohonzon með sambærilegu skjali inn í.

Lokaniðurstaða: Örsmátt "altari" fyrir Jóa til að kyrja við á öllu flakkinu okkar!



Stelpa með voða sætt lítið Omamori.

3 Comments:

At júní 17, 2006 1:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegan 17.júní, það er barasta byrjað að rigna, alvöru 17. sem sagt!!! Byrjaði snemma að lesa blóðmeinafræðina eftir að skutla ingvari bró í lestina, en húff endaði að taka rúnt í rósó uppúr hádeginu og versla smá;) best að farað setja í 4.gír ef maður ætlar að ná að lesa eitthvað um helgina.. knús já og aldeilis fróðleikur um búddismann spurning að kynna sér þetta... heiðdís

 
At júní 17, 2006 1:53 e.h., Blogger Sandra said...

Hæ sæta og til hamingju með daginn:-)
Flottur fróðleikspistill hjá þér um Gohonzon og búddismann:-)
hafðu það gott og gangi þér vel í lestrinum. Sjáumst bráðlega;-)
Kveðja
Sandra

 
At júlí 05, 2006 12:21 f.h., Blogger Heiða María said...

Takk fyrir að rifja upp daginn, það verður gaman að hitta ykkur :)

 

Skrifa ummæli

<< Home