18.2.04

Mini-útgáfan af tarantúlunni sem faldi sig í visnuðu laufunum fyrir utan er ekki ennþá búin að bíta mig... hugsa að hún hafi ekki vogað sér að skríða inn til mín!

Annars er það helst að frétta af mér að ég fór á mína fyrstu æfingu með Syddansk Universitetsorkestren eða SDUSO í kvöld. Hún var nú ekki í fjóra tíma eins og það stóð á heimasíðunni heldur í tvo og hálfan og það var alveg æðislega gaman. Ég var búin að vera með smá í maganum yfir að nú þyrfti ég ábyggilega að þreyta smá inntökupróf en svo reyndist nú ekki vera... og þó, við vorum nefnilega bara fimm á æfingu og þá tel ég hljómsveitarstjórann með! Þannig að ég var eina sem spilaði mína rödd og það heyrðist því vel hvað maður spilaði. Í hljómsveitinni eru allt í allt 25 manns en aðeins fjórir eru í UNI, allir hinir eru í tónlistarháskólanum í Árósum og stjórnandinn er með æfingar þar líka. Þannig að það verða ekkert svo miklu fleirri á æfingunum uppi í skóla og því þýðir ekkert að trassa það að æfa sig á milli æfinga. Öðru hvoru og líka fyrir tónleika þá kemur öll hljómsveitin saman og æfir- fínt að komast nokkrum sinnum frítt eða mjög ódýrt til Árósa ;) Býst við að þetta verði nokkuð krefjandi, stjórnandinn virtist mjög fær og þetta voru hressir krakkar á æfingunni. Það er reyndar enginn Dani í þessari litlu grúppu og stjórnandinn er Spánverji. Erum svo meira að segja þrjár sem erum í læknisfræði, þannig að þessi tilraun mín til að kynnast fleirri Dönum og eitthverjum sem eru ekki læknanemar virðist ekki ætla að ganga alveg upp! Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað það á að fara í tónleikaferðalag til Suður-Frakklands í lok júlí og maður þarf ekki að borga krónu ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home