Nú er ég sko kát! Ástæðan er sú að ég var fyrir um það bil klukkutíma síðan að ná mínu fyrsta munnlega prófi, sem fór fram á dönsku. Ég var sem sagt að taka FADL prófið sem fór þannig fram að ég fékk fjögur mismunandi tilfelli í fjórum sjúkrarúmum og átti að vera við hvert í korter. Í einu var ungur sjúklingur, sem var nýkominn úr lærbeinsneglingu og var svolítið ruglaður eftir svæfinguna. Hann þurfti sem sagt fara á bækken=hægðarskál og ég þurfti að hjálpa honum. Síðan tók við rúm þar sem farið var í gegnum öll grunnatriðin eða blóðþrýsting, hita, púls og samdrátt sjáaldra við lýsingu í augun. Þar þurfti auðvitað dómarinn að byrja að tilkynna mér að ég yrði að nú að tala það góða dönsku að hann gæti skilið mig þannig að ég fór alveg í baklás! Spurði mig svo spjörunum úr og ég byrjaði sko að svitna. Síðan tók við rúm með geðklofaeinstakling sem hafði meitt sig á höfði og fæti. Það var sko erfitt að róa þann mann og skilja hvort hann væri bara að bulla í mér eða að tala dönsku... Hann endaði á því að skríða inn í sængurverið og rugla...úfff. Að lokum tóku við bóklegar spurningar sem ég mér gekk best í. Síðan vorum við dæmd og okkur tilkynnt hvort við höfðum náð eða ekki og hvað mætti hafa betur farið. Ég fékk góða dóma og var alveg rosalega ánægð, sérstaklega þar sem strákurinn sem sagði að ég yrði að tala góða dönsku tilkynnti mér að ég hafði náð;) Þau geta verið ansi hörð á þessu prófi og þá sérstaklega við útlendinga. Núna er það svo bara alvaran á komandi vöktum... en þær eru þó ekki fyrr en eftir jól!
Ansi var það samt skrítið að koma heim og þurfa að leita að eitthverjum til að samgleðjast sér! Nína er í jólahárklippingunni núna þannig að ekki var unnt að tala við hana. Unnur er í Köben skemmta sér og kveðja Jórunni, systur sína, sem er að fara að fljúga heim. Anna, herbergisfélaginn minn, var ennþá í skólanum þegar ég kom heim. Auðvitað hringdi ég því heim og heyrði í mömmu, pabba, Elínu Láru, Maju og Hugrúnu Maríu, það var frábært! Síðan fengu ábyggilega eitthverjir SMS frá mér...
Á laugardaginn leit ég í bæinn eftir að hafa farið í jólaklippinguna hjá íslenskri stelpu sem er hárgreiðslumeistari og nýkomin hingað. Mæli með henni! Nú er jólastemmningin sannarlega komin í Óðinsvé og fórum við Nína á kaffihús við skautasvellið okkar hérna í Óðinsvéum. Síðan var litið í nokkrar búðir. Í gær fékk ég svo að smakka jólasmákökur hjá Unni og Danna sem þau höfðu bakað með hjálp Jórunnar. NAMMINAMM
9.12.02
Um mig
- Nafn: Margrét Lára
- Staðsetning: Odense, Fyn, Denmark
... stud. med. vonandi bráðum cand. med. á lokasprettinum í læknisfræðinni við SDU Óðinsvéum... ... kærasta hans Jóhanns Hauks... dóttir Jóns og Sifjar... systir Villu, Maju og Ívars... frænka 10 "gríslinga"... ... "gamall" fiðluleikari er reynir að grípa í fiðlunna inn á milli...
Previous Posts
- Það var sko sannarlega jólalegt í Köben. Vaknaði á...
- Úff, eftir að vera búin að vera sæmilega hress af ...
- FULLVELDISDAGURINN OG 1. Í AÐVENTU Ahh, var að kom...
- Ég vaknaði alveg þrælkvefuð í gærmorgun og ætlaði ...
- Að vera á ferðinni á morgnanna í myrkri minnir man...
- Ákvað að skrifa smá inn núna þar sem ég er á annað...
- Þá er það færsla tvo! Þetta gekk nú alveg ágætlega...
- Smá tímamót, fyrsta skiptið sem ég "blogga"! Það v...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home