3.4.06

Komin heim

Þá er ég komin heim á klakann heilu að höldnu. Rosalega er það nú ljúft að vera komin heim þrátt fyrir rysjótt veður og þá staðreynd að bókalesturinn hangir enn yfir mér. Ég hef þó gert ýmislegt skemmtilegt þar á meðal þá bauð ég honum Jóa mínum í óvissuferð... eldaði fyrir hann sjávarréttarsúpu og bauð honum á sinfóníuna... ég er búin að knúsa fólkið mitt, hitta á allar vinkonurnar næstum því, kíkja í vísindaferð með Jóa, fór út að borða á Austur Indíafjelaginu með vinkonunum og kærustum og margt fleira... ég á þó eftir að fara í sund en það er nú ómissandi partur af því að vera hér heima við. Annars er bara málið að opna kort í Hreyfingu svo að maður hlaupi ekki endanlega í spik yfir páskahátíðina ;)

3 Comments:

At apríl 04, 2006 10:21 f.h., Blogger Ragnheidur said...

Gaman að fá þig heim! Verst að ég náði svo lítið að tala við þig á laugardagskvöldið ... vonandi getum við bætt úr því fljótlega.

 
At apríl 05, 2006 9:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hafðu það rosalega gott á klakanum skvís;)
kv heiðdís

 
At apríl 06, 2006 6:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir laugardagskvöldið þó það hafi verið stutt... vonandi eigum við eftir að hittast eitthvað áður en þú brunar aftur út ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home