5.5.07

Sól úti sól inni...

... sól í hjarta sól í sinni! Úfff sól úti, sól inni á svo sannarlega við þessa dagana. Síðan ég kom til Danmerkur fyrir viku síðan hefur verið stanslaus sól úti, frekar erfitt að halda sig inni og vinna í kandidatsverkefninu. Gulrótin er þó sú að ég ætla mér að vera búin með þetta verkefni eftir 2 vikur en þá held ég af stað til Bandaríkjanna eins og svo oft hefur komið fram á þessu bloggi :D Ég er þó fremur óheppin, búin að vera með hita, beinverki, hausverk og eitthverja flensu síðan á miðvikudagskvöldið... ekkert hjálpað til að ná einbeitningunni upp! Ég lenti líka í þessu í mestu hitunum í fyrravor, spes. Ég var þó óþekk, skellti mér út að borða og á tónleika með Eivöru Pálsdóttur núna á fimmtudaginn enda planað fyrir veikindin og Unnur kom í heimsókn alla leið frá "sveitabænum" Kolding. Það var líka geggjað gaman... ætla svo að vera óþekk aftur á eftir og fara út í íshjólatúr í hitanum, maður má nú verðlauna sig smá!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home