22.10.06

... tíminn líður hratt...


... já þrátt fyrir að ég sakni hans Jóa míns þá get ég ekki annað sagt en að tíminn hefur liðið hratt síðan ég kom aftur til Danmerkur. Verknámið hefur gengið mjög vel, ég finn að ég hef ágætis reynslu frá því í að vinna á geðinu heima í sumar sem gagnast vel. Núna er ég stödd í Augustenborg í Sønderjylland, eða Suður- Jótlandi. Þar bý ég við algjöran lúxus, á efstu hæð í svakalega flottu og stóru slotti. Yfirlæknirinn sagði að þetta sé eitt af stærri slottunum í Danmörku. Umhverfið er mjög fallegt og vinalegt. Skógur er hjá slottinu meðfram fallegri á, rétt hjá er listibátahöfn og því skemmtilegt svæði til að fara út að skokka um. Reyndar pínu drungalegt á kvöldin, auka hlaupaæfingar eru þá teknar eftir þörfum ef þið skiljið hvað ég meina;) Sjálfar geðbyggingarnar eru allt í kring og nokkrar í slottinu sjálfu. Svo er bara pínu lítið safn um söguna í kringum það. Gaman að sjá að slottinu á þessum frábæra stað var breytt í eitthvað gagnlegra en risastórt safn fyrir túrista. Bærinn sjálfur er að vísu mjög lítill, nánast eins og Ísafjörður, bensínstöðin er eina búðin og matsölustaðurin opinn eftir átta. Lífinu tekið með ró og Jótarnir eru þægilegt fólk með skemmtilega mállýsku. Dejligt. Veðrið er líka ennþá alveg frábært hér í Mörkinni, gróðurinn ekki tekinn að fölna mikið og enn nokkuð hlýtt á daginn eða upp undir 15 gráðu hiti. Rósir og blóm eru meira segja enn blómstrandi.

En já ég á nú eftir að segja frá því hvað hann Jói minn var sætur. Á afmælisdaginn minn þá birtist Sara hjá heimilislækninum sem ég var í praktík hjá. Ég var akkúrat að skoða og ræða við sjúkling á sér skrifstofu og kom fram sá Söru eitthvað að tala við ritarana. Auðvitað varð ég svolítið hissa, himmm Sara hjá þessum lækni og akkúrat að koma til hans núna þegar ég er í verknámi. Svo kom í ljós að skvísan hafði heyrt í Jóa kvöldinu áður sem bað hana um að kaupa 26 rósir handa mér, 24 rauðar og 2 hvítar... Vá, haldiði ekki að ég hafi gjörsamlega bráðnað við þetta! Allir í vinnunni, bæði starfsfólk og sjúklingar á biðstofunni fóru svo að óska mér til hamingju með daginn á fullu í kjölfarið, bara sniðugt.

Mjon, þarf að fara að ná ferjunni til baka eftir helgarferð til Óðinsvéa ;)

3 Comments:

At október 23, 2006 2:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekkert smá slot hjá þér! Væri nú gaman að kíkja þangað. gangi þér vel knús heiðdís

 
At nóvember 03, 2006 8:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ótrúlega rómantískt - áfram Jói!!!

Bestu kveðjur frá Huldulandi

 
At desember 25, 2006 2:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg jól og takk fyrir jólakortið :D

 

Skrifa ummæli

<< Home