8.10.06

Sumarið er tíminn

Þá er ég komin aftur til Óðinsvéa og fer nú ábyggilega að verða aðeins duglegri að blogga aftur fyrir vikið. Sumarið var ljúft þó vissulega hafi ég verið að vinna frekar mikið. Lærði heilmikið af því að taka stöðu á geðsviði. Ég og Jói vorum öllum stundum saman, ferðuðumst innanlands þegar færi gafst og skruppum í heimsóknir. Fórum saman á Bootcamp námskeið, svaka mikið púl og erfitt á köflum en já það skilaði nú eitthverjum árangri :D

Það eru vægast sagt mikil viðbrigði að vera komin aftur út. Ég sakna fólksins míns heima ótrúlega mikið, voðalega á maður það nú gott að eiga góða að. Hér úti á ég nú líka marga góða vini, sem er frábært að hitta aftur :D Niðurtalning í það að Jói komi út, planið er að skreppa yfir til Svíþjóðar í skoða sig um yfir helgi.

Annars er ég í verknámi núna hjá heimilislækni. Er níundu hæð í háhýsi í miðbæ Óðinsvéa með útsýni yfir allt. Mér gengur bara ágætlega, læknirinn er alveg frábær og dugleg að kenna mér allt sem viðkemur hennar praksis. Síðan er það tveggja vikna verknám á geðspítala í sveitinni, suður Jótlandi upp við landamærin til Þýskalands. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur að skilja Jótana... og ef til vill Þjóðverja er þangað leita.

6 Comments:

At október 09, 2006 12:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið!!! :D

 
At október 10, 2006 9:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Beta er að koma til Odense í skólann sinn. Við stelpurnar ættum kannski að hittast einhvertíma og fara á jammið. Svona til að hjálpa þér að dreifa huganum frá öllum sem þú saknar.

 
At október 12, 2006 8:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með afmælið og vionandi sjáumst við aftur sem fyrst
já, þú og Jói stóðuð ykkur ekkert smá vel í innanlandsferðamálum og svo auðvitað í bootcamp.. sá að ég verð að fara virkja mig betur..

 
At október 13, 2006 7:32 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Takk allir fyrir afmæliskveðjurnar, sms in, símhringingarnar, tölvupósta og knús ;) Sérstaklega Jói, takk fyrir 24 rauðu rósirnar plús 2 hvítu :D

Já Unnur, það væri rosalega gaman að hittast við tækifæri hérna í Odense. Annars er ég að fara í sveitina á Jótlandi núna á sunnudaginn. Fer í gegnum Kolding og svo ábyggilega "heim " til Odense um helgina 20.-22. október. Væri gaman að stoppa í Kolding og hitta á þig ef þú hefur tækifæri ;)

Reyni nú að blogga bráðum við tækifæri... fullt að gerast hér.

 
At október 13, 2006 11:23 e.h., Blogger Sandra said...

Til hamingju með afmælið Lára mín. Ég vona að þú hafir átt góðan og skemmtilegan dag:-)
Jói tekur með sér síðbúnu afmælisgjöfina frá mér.
Vona að þér líki hún..
En eins og maðurinn sagði "betra er seint en aldrei;-)
Hafðu það gott og haltu endilega áfram að blogga;-)

 
At október 16, 2006 10:46 e.h., Blogger Sandra said...

Hvernig er lífið á herragarðinum:-)
Gangi þér vel í verknáminu og að tala þýskuna..

 

Skrifa ummæli

<< Home