22.6.06

Þrjóska!


Þrjóska eða að vera fylgin sjálfum sér það er nú spurning út af fyrir sig. Undanfarna 3 mánuði hef ég átt í leiðindarstappi við Kollegieboligselskabet (KBS), samtökin sem ég leigði hjá þegar ég bjó á Pjentedamsgade. Málið var að í lok mars fékk ég rugl háan rafmagnsreikning um að ég ætti að borga þeim um 2200kr danskar eða um 26þús íslenskar umfram það sem ég hafði borgað fyrir fram yfir sautján mánaðatímabil. Eitthvað fannst mér þetta nú bogið í ljósi þess sem ég hef yfirleitt fengið vel mikið borgað tilbaka fyrir bæði rafmagn og hita og að ég hafði á þessu tímabili verið í allt í allt um 9 mánuði heima á Íslandi og íbúðin því staðið tóm. Eftir að við nokkur sem höfðum fengið svona gígantískt háan reikning fórum og kvörtuðum þá var okkur tjáð að þetta yrði nú endurútreiknað og við ættum því að bíða með að borga. Það var nú samt ekki svona einfalt þar sem KBS ætlaði að troða þessari summu inn í mánaðarleiguna næsta mánuð og endaði ég með að fá bankann til að hringja í þau þar sem þessu var breytt.

Svo leið og beið, ég fékk meðal annars rukkun fyrir að hafa ekki borgað þrátt fyrir að mér hafði verið tjáð að gera það ekki. Það var leiðrétt, en samt ekki því þegar ég flutti út þá fékk ég aftur þessa rukkun í hausinn og nýtt yfirlit þar sem ég átti "aðeins" að borga þeim um 1420kr danskar! Ég neitaði enn að trúa því og upp hófust á ný e mail skrif fram og til baka, kvartanir og vesen. Ég endaði að lokum með að fara upp eftir og lenti þar í stappi við tvo starfsmenn á svona opnu vinnusvæði þannig að allur vinnustaðurinn og viðskiptavinir sem biðu eftir afgreiðslu voru farnir að horfa á þennan þrjóska Íslending sem neitaði að gefa sig og reifst á hrogna dönsku.

Urrr hvað ég var reið eftir þetta þar sem ég fékk að vita að ég ætti nú að læra að spara fyrst ég væri að spreða um 550kr (7000kr íslenskum) á mánuði í rafmagn í 29fm íbúð, læra að taka allt úr sambandi því það væri ekki nóg að slökkva á innstungunni sem tekur eitthver W þrátt fyrir notkunarleysi á raftækjum og bara hætta að elda mér mat og nota eldavélina! Mælarnir lygu ekki. Því sendi ég að lokum meil þar sem ég bað um betri útskrift og kvittun fyrir aflestur og bjóst nú ekki við svari eftir allt þetta þref!

Í dag var svo hringt í mig og ég beðin afsökunar, ég átti víst alltaf að fá pening endurgreiddan og það hefði verið töluvíxl í aflestri. Mannleg mistök og því er niðurstaðan að þeir skulda mér yfir 1500kr!

Vá þar kom ég enn einu sinni með söguna af barráttu minni við KBS. Ég held nú að margir séu orðnir þreyttir á röflinu mínu um vitlausan rafmagnsreikning hehe ;) Annars er það að frétta að í gær fékk ég læknanúmerið mitt. Góð tala, flott og nokkuð táknræn en ég fer nú ekki að básuna henni hér opinberlega. Læknanúmerið fylgir því að ég er að fá tímabundið lækningarleyfi til að vinna í sumar, rosalega hljómar þetta stórt! Talan er hins vegar ekki tímabundin.

6 Comments:

At júní 22, 2006 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með allar tölurnar, bæði þessar endurgreiddu og læknanúmerið :)

Enda gat nú ekki annað verið en að þessi blessaði rafmagnsreikningur væri bull..

kv. Bryndís

 
At júní 22, 2006 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, til hamingju með þetta :D

Ertu ekki að fara að vinna á geðdeildinni? Ég var læknaritari þar í eitt sumar, mjög skemmtilegt starfsfólk þarna :D

 
At júní 22, 2006 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, til hamingju með þetta :D

Ertu ekki að fara að vinna á geðdeildinni? Ég var læknaritari þar í eitt sumar, mjög skemmtilegt starfsfólk þarna :D

 
At júní 23, 2006 11:40 f.h., Blogger Ragnheidur said...

Já Margrét mín, það borgar sig greinilega að standa fast á sínu. Gott hjá þér! Og til hamingju með læknanúmerið.

 
At júní 23, 2006 11:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hihi til hamingju enn og aftur, borgar sig stundum ad vera trjosk. Ja og til hamingju med læknanumerid, thetta er allt ad bresta a. Gangi ther vel ad læra um helgina:) kv heiddis

 
At júní 23, 2006 12:24 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Takk fyrir það :D

Læknanúmer, úff allt að bresta á og vissum áfanga náð. Starfsfólkið á geðdeildinni virðist ver mjög fínt enda hafa öll samskipti mín nú til þessa við þau verið á þægilegum nótum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home