Til hamingju með daginn stelpur!
Ýmislegt tekur maður nú fyrir sjálfsagt nú til dags. Til dæmis finnst okkur sjálfsagt að sjá konur inn á þingi, sem forseta Alþingis og forseta lýðveldisins Ísland. En föðurömmu minni sem er fædd stuttu eftir aldarmót 1900 var ekki tryggður kosningarréttur fyrr en hún var orðin vel stálpaður unglingur, hún hefur síðan án efa nýtt sér þau réttindi þegar hún hafði aldur til enda komin af pólitísku heimili. Síðar var amma Hring, eins og ég kallaði hana, fyrsta konan á Íslandi til að gegna stöðu bankafulltrúa og þótti það merkilegt þegar þær konur sem voru útivinnu voru yfirleitt í fiski eða gengdu öðrum láglauna störfum. Í dag telst það nú varla frásagnarvert ef að kona kemst í ábyrgaðarstöðu enda er það ekkert nema eðlilegt ef viðkomandi einstaklingur telst hæfur. Margt hefur breyst á síðastliðnum 91 árum á Íslandi og margt má enn þann dag í dag breytast fyrir komandi kynslóðir.
4 Comments:
Helló Sister!hihi, til hamingju með daginn sömuleiðis eskan!!!
Takk sömuleiðis ;)
Hæ hæ, skemmtileg lesning :D
Manstu þegar við vorum í plast-sundlauginni í garðinum þínum? Það er akkúrat svoleiðis veður núna og svona graslykt í loftinu... minnti mig svo á þegar við vorum að leika okkur :D
Ohhh já hvort ég man eftir þeirri sundlaug, vá hvað hún var stór í den hehe. Mikið hlakkar mig nú til að komast heim í hið sanna íslenska sumar með björtum nóttum og fallegum gróðri
:D
Skrifa ummæli
<< Home