18.4.07

The terminal...




Kastrup Lufthavn... Keflavik International Airport... Baltimore International Airport... Philadelphia International Airport... Oakland San Fransisco Airport... San Fransisco International Airport... Newark Airport... John F. Kennedy International Airport... Keflavik Airport... Kastrup Lufthavn... 8 flugvellir og 10 heimsóknir á flugvelli á 18 dögum hjá mér... Skömmu áður er það þó hinn vanabundni rúntur Keflavík Kastrup hjá mér og stuttu eftir komu til Danmerkur eftir flugvallarrúntarferðina um Kanaland er það svo lestarferð til Berlínar með stoppi og lestarskiptum á Jótlandi, Hamborg og án efa eitthvers staðar á leiðinni líka! Þetta verður stuð... vonandi enda höfðum við Jói gaman af The terminal á sínum tíma ;)

Annars eru nýjustu fréttir af USA ferð okkar Jóa að okkur er boðið í annað brúðkaup, brúðkaup í um 90 mínutna fjarlægð frá San Fransisco þar sem leigt verður stærðarinnar herrasetur undir vini og ættingja brúðhjónana og já núna okkur, vinapars vinapars brúðhjónana! Tilvonandi hjónakornin vilja endilega fá gesti frá Íslandi í brúðkaupið og nú verðum við heldur betur að finna eitthverja flotta og eftirminnilega gjöf. Það væri nú gaman ef að það væri í hinum fræga Napa Valley og það er spennandi að fara í brúðkaup á austurströnd Bandaríkjanna eftir að hafa verið helgina áður í brúðkaupi á vesturströndinni!

Efnisorð:

11.4.07

Púl og pína!




Úfff það var heldur betur púl og pína hjá mér í ræktinni áðan! Fór í svokallaðan JumpFit tíma þar sem allir voru með sippuband í hendi og sippuðu eins þeir áttu lífið að leysa við yfirhressilega og bjartsýniskennda Abbaslagara og júróvisjón/teknó popp í botni... nema ég! Meiri tíminn, fékk sterkt flash back til menntaskólaáranna og leikfimistímana hjá Kristínu leikfimiskennara sem hafði auk þess að halda upp á grindarbotnsæfingar, útiskokk, jafnvægisæfingar og blak mikið dálæti á sippi! Vorum við stelpurnar oftar en ekki látnar sippa hjá henni og yfir önnina þreyttum við próf í sippi! Til að fá fullt hús stiga eða væna 10 þurftum við að sippa eins og vindurinn, 90 sipp á 60 sekúndum! Í ljósi þess að maður var orðinn nokkuð góður með sippubandið fyrir himmm tæpum áratugi síðan þá mætti ég í hádegispúlið í Hreyfingu í dag... Var þó ekki viðbúin því hversu miklar hundakúnstir má gera með sippubandi og sömuleiðis hversu hryllilega sippið reynir á þolið! Ég sem er búin að vera mæta samviskusamlega undanfarna 6-7 vikur í ræktina með Villu systur minni og hélt að ég væri komin í ágætis form. Aldeilis ekki, mér var flökurt meðan leiðbeinandinn sippaði áfram á fullu í miklu stuði, 2 föld hopp, sippa í krossa, sundur saman sipp og ég veit ekki hvað og hvað! Var einna yngst í tímanum þannig að uss varð að láta mig hafa þetta þó svo að ég héldi á tímabili að nú væri að fara líða yfir mig.

Endorfínflæðið og hressleikinn eftir svona púl er þó þess virði... sömuleiðis sú tilfinningin að nú var ég að bæta smá upp fyrir allar "syndirnar" í páskafríinu var þó ljúf! Já það virðist hafa sitt að segja að borða yfir sig af páskaeggjum, elda og troða í sig rjómalöguðu pasta, lambalæri með rjómalagaðri sósu og gúmelaði karftöflurétti, djúsí hamborgara, nammi, ostum og þessum drykkjum með "auka" kalóríunum... halda pottapartý, hanga í Wii og flatmaga við imbann. Maður verður víst ekki léttari á fæti við að fá sér slíka yfirorku, þó sælutilfinningin meðan á átinu og letinni stendur sé þó góð. Dekur og afslappelsi einkenndi páskana hjá mér, þó ég hafi nú skellt mér í fjallgöngu á Hengilsvæðinu á Skírdag og gönguskíði á föstudaginn langa sem og í sund yfir helgidagana, þá virðist óhóf í mat og drykk koma lúmskt aftan að manni ;) Komst líka að því enn og aftur að sælutilfinningin eftir gott púl í ræktinni er mun betri og sætari en þegar kviðurinn er útþannin af sykur- og kaloríubombuáti!