17.10.07

... langt síðan síðast...

... já hef ætlað mér að blogga fyrr en tja var á fullu í prófalestri fyrir SÍÐASTA prófið mitt í læknisfræði fyrir embættisprófin í vor!! Sumir grínast með að nú sé maður orðinn fræðilegur læknir, aðeins vantar upp á verknám og svo auðvitað embættisprófin. Ég á hins vegar eftir að fínpússa verkefnið mitt og verja það... eins og nokkrir aðrir á minni önn. Stend í því þessa dagana enda í tveggja vikna langþráðu haustfríi áður en ég fer í mánaðarverknám á deild sem ég er rosalega spennt fyrir, endokrinologi- deildinni (hormóna-og efnaskipta):D Síðan tekur við pendl til Kolding í desember þar sem ég verð á fæðinga- og kvennsjúkdómadeildinni á Kolding Sygehus. Spændende enda allt fyrsta val sem ég og vinkona mín Vibeke fengum :D



Við Jói erum þó að fara í smá helgarfríi... tökum lestina í fyrramálið til "heimaborgar" Jóa, Flensburg þar sem við höfum leigt Audi sportback fram á sunnudag. Þaðan förum við á B&B Truelove í Amsterdam, skondið nafn en eitt á fáu gistiheimilinum sem ég fann á netinu þar sem ekki stóð stórum stöfum SMOKING ALLOWED eða ABOVE OUR COFFEESHOP... Verðum í Amsterdam fram á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun og förum þaðan að heimsækja þýska vinkonu mína, Jönnu, sem er að læra barnalækninn í heimabæ sínum Muenster er liggur rétt við landamærin upp að Hollalandi. Við kynntumst þegar ég var ungur og vitlaus skiptinemi í verknámi á 6. önn á kirurgiunni á LSH. Hún var hins vegar á kandídatsárinu, þannig að við gerðum díll, hún reddaði mér með faglega dótið og ég sýndi henni landið og túlkaði fyrir hana orð eins og gallkögun, ósæðargúlp og gauklabólgu!







Annars hefur lífið ekki einungis verið próflestur og verkefnaskil frá því við komum hingað. Stóðum í flutningum, týndum saman búslóð mína úr geymslum vina hérna í Odense daginn eftir að við komum. Jói ók um eins og hershöfðingi á flutningabílnum er við leigðum en að aka hér um er ekki auðvelt út af öllu hjólreiðamönnnunum sem eiga ALLTAF réttinn. Síðan tók við bið yfir daginn eftir restinni, leystum hvort annað af á vöktum þar sem siðurinn hérna er að segja: "já við komum eitthvern tímann eftir 9:00 og fyrir 21:00 á morgun". Þykir greinilega gott að þeir geta tilgreint dagsetningu og vikudag en ekki meir! Fengum flotta sófann okkar sem er btw fínasti svefnsófi ef eitthver vill kíkja hingað í heimsókn á næstunni, 200kg borðstófuborð úr gegnheillri eik, internetið (það tók reyndar fleirri daga enn einn, meira að segja sunnudagsmorgun), PAX skápa frá IKEA og hluta af búslóðinni hans Jóa á bretti... og allt kom sitt hvorn daginn! Annars fengum við nú hjálp frá góðum vinum hérna í Óðinsvé þannig að þetta gekk allt vel þrátt fyrir að IKEA hérna er álíka stórt og stafirnir sem merkja það!




Mamma og pabbi komu svo í heimsókn í rúma viku í lok september. Það var voða ljúft að hafa þau hérna hjá sér. Sandra stóra systir Jóa og pabbi Jóa eru á leiðinni í byrjun nóvember, Vilborg Mjöll stóra systir mín og Hugrún María koma eftir rúma viku, Atli vinur Jóa í kringum landsleikinn og mamma Jóa í desember :D Þau öll misstu þó af innflutnings/afmælispartýinu okkar sem var núna um helgina, svaka stuð... en tja við lofum nú alveg stuði þegar þau koma ;)



P.S. Set inn myndir á næstunni úr innflutningspartýinu, myndir af hreiðrinu okkar Jóa sem og myndir frá mini-Evrópuferðinni.

Efnisorð: