29.6.07

Sei sei!

Já hvað haldið þið nú! Ég var að klára síðasta prófið á fimmta ári í dag... sem er ef til vill ekkert svo frásögufærandi nema hvað að ég skundaði í bæinn eins og maður gerir svo oft að kaupa eitthvað lítið og sætt í tilefni prófloka! Bryndís og litla systir hennar komu með mér og auðvitað DanKortið. En í þetta sinn var það ekki sumarbolur í H&M sem varð fyrir valinu heldur myndarlegur sófi í uppáhaldsbúðinni minni, bolia. Ég hef svipast um lengi í þessari búð en þar sem ég hef verið "húsnæðislaus" þá hef ég ekki getað réttlæt kaup á flottu húsgagni úr henni! Sófinn okkar Jóa er með salt og pipar áklæði, fyrir um 4 til 5 og síðast en ekki síst svefnsófi, þó hann líti ekki út fyrir að vera það. Þannig að nú getum við vel rúmað fólk í gistingu ;) Fékk svo í bónus 1000kr gjafakort og keypti hipókúl marglit kampavínsglös fyrir okkur Jóa til að skála með þegar að flutningunum er lokið...



Svona lítur sófinn út... nema hvað okkar er ögn ljósari! Kíkið inn á www.bolia.com ;)

Efnisorð:

26.6.07

... allur póstur sendist...

... til Jóa og Láru Ny Vestergade XY, 1. sal t.h., 5000 Odense C, Danmörku frá og með 27. ágúst næstkomandi!

Fyrsta sameiginlega póstfangið okkar Jóa verður ofangreint. Reyndar leigjum við frá 1. ágúst en íbúðin stendur tóm þar til við flytjum inn í lok ágúst :D Æðisleg íbúð á einum besta stað í bænum... alveg við enda göngugötunnar, að vísu þar sem strætó má aka. Gata með mörgum listagalleríum, leikhúsi, krá og æruverðugum húsum. Við hinn enda götunnar er svo einn stærsti almenningsgarður bæjarins og sjálf Odense Å. Við munum búa í sama húsi og aðal snobb hárgreiðslustofa bæjarins er í, Rico Bellaccis. Innan seilingar er svo miðbærinn, artífartíbíó, helling af kaffihúsum, sérvöruverslaninr, vídjóleigur, kjörbúðir og auðvitað ísbúðir! Tja verðum svei mér þá eins down town og það gerist í Óðinsvéum.

Íbúðin sjálf er 68fm og endalaust hátt til lofts. Stórt eldhús og bað, ágætis stofa og rúmgott svefnherbergi. Allir gluggar eru stórir og flottir... bjart og fínt. Þrír nágrannar á svipuðum aldri og við í stigaganginum og verslanir og fyrirtæki á neðstu hæðinni.

Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn ;)



P.S. Þetta er bara gatan... íbúðin okkar er alveg efst á myndinni til hægri en þó er aðeins unnt að greina hana með góðum vilja!

Efnisorð: