26.2.04

?a? var n?nast hv?t j?r? ?egar ?g vakna?i ? morgun... himm ef ?a? var ?? enn?? morgun ?ar sem ?g vakna?i heldur seint. ?g ver? a? fara a? venja mig ? a? fara fyrr a? sofa ?v? ?etta gengur ekki, ?g sef allt of lengi ? morgnana og er alveg rotu? ?egar ?g loksins dr?f mig fram ?r. ?a? er h?ttulegt a? ?urfa alltaf a? m?ta klukkan t?u ? sk?lann og ?urfa svo ekkert a? m?ta einu sinni til tvisvar sinnum ? viku, ruglar alveg ?llum svefnvenjum hj? m?r. Reyndar ? st??in 3 Viasat sinn ??tt ? ?essu ?ar sem ?eir eru alltaf a? s?na gamla ER ??tti um ?a? leyti sem ?g er a? fara a? sofa um h?lft?lfleyti? og au?vita? dregst ?g alltaf ? a? horfa ? ?? enda eru ?essir fyrstu ER ??ttir miklu skemmtilegri en ?eir n?ju ?ar sem allt fjallar um einkal?f starfsf?lksins... ?g ?tla ?? a? horfa ? fyrsta ??ttinn ? n?ju r??inni ? kv?ld klukkan ?tta, gefa ?essu sm? s?ns. M?r sem ??tti ER or?i? lei?inlegt!

R?fl!
? g?r vann ?g sm? pers?nulegan sigur ? BG-bank. ?annig er m?l me? vexti a? ?g er ekki b?in a? hafa DAN-kort s??an ?g flutti hinga? en sl?kt kort er eiginlega nau?synlegt til a? geta funkera? almennilega ? d?nsku neyslusamf?lagi ?ar sem ?a? er ekki h?gt a? borga neitt ? b??um, ? b??h?sum, ? veitingast??um e?a ? netinu nema me? DAN-korti... e?a n?tt?rulega ? beinh?r?um peningum. ?a? er sem sagt vanalega ekki unnt a? nota ?tlensk kredit- e?a debetkort, rosalega fer?amannv?nt land e?a ?annig!En alla vega, ?egar ?g ?tla?i a? s?kja um DAN-kort s??asta haust ?? vildi konan ? bankanum ekki leyfa m?r a? f? eitt, treysti m?r einungis fyrir korti ?ar sem ?g gat a?eins teki? ?t ?r BG-bank e?a Danske-bank hra?b?nkum. Frekar pirrandi e?a hafa svolei?is kort og ?urfa alltaf a? leita af hra?banka ??ur en ma?ur fer a? versla. ?a? er l?ka svo skr?ti? a? bankastarfsf?lki? fer ekkert eftir neinum reglum ?egar ?a? gefur ?t DAN-kort heldur bara eigin ge???ttum ?ar sem sumir f? DAN-kort strax ?n ?ess a? hafa eitthva? miklu meira inni ? bankab?kinni e?a vera b?nir a? b?a h?rna miklu lengur! ?kva? svo ? g?r a? l?ta reyna ? ?a? a? s?kja um lang?r?? DAN-kort enda or?in h?ttulega v?n a? hafa ekki eitt... kannski ekkert svo hrikalegt l?f ?n DAN-korts eftir allt. Konan ? bankanum ?tla?i n? a? vera me? eitthverja st?la, s? a? ?g f? ekki SU fr? danska r?kinu, en ?a? er um 3700 DKKR n?msstyrkur sem Danir f? ? hverjum m?nu?i, og f?r a? fur?a sig ? hverju ?g lif?i. En ?g l?t hana ekki va?a yfir mig og f?kk a? lokum a? s?kja um korti?! ?annig a? eftir um viku ver? ?g vonandi komin me? eitt stykki DAN-kort me? mynd af m?r a? reyna a? virka ekki alveg brj?l??islega pirru?...

Keypti m?r far heim til ?slands ? netinu, me? korti sem virkar almennilega ;) ?g er sem sagt a? koma heim 2. apr?l, eftir r?mar fimm vikur, anna? hvort ? ?rj?r vikur e?a fyrir sumari? ?ar sem mig langar svol?ti? a? vera bara ?fram heima og lesa fyrir pr?fin ? j?n?, enda ekki svo miki? af fyrirlestrum eftir p?ska. ?annig anna? hvort ver? ?g heima ? 3 vikur e?a 5 m?nu?i!!

A? lokum, ef eitthver ?tlar a? fara ? sinf?n?ut?nleika ? kv?ld ?? er stj?rnandinn, hann Stefan Solyom, str?kur sem hefur spila? me? m?r ?risvar sinnum ? hlj?msveit ? Sv??j??. Hann stj?rna?i meira a? segja hlj?msveitinni ? 5. sinf?n?u Tchaikovsky, e?a ? sama verki og ver?ur spila? ? kv?ld.

24.2.04

Nú jæja, bollurnar heppnuðust nú bara vel eftir allt saman... þær voru að vísu svolítið minni en þær sem mamma gerir en engu að síður afar ljúffengar með miklum súkkulaðiglassúr, þeyttum rjóma og annað hvort bananakremi eða kirsuberjamauki. Ákvað að gera smá tilraun með því að setja bananakrem á sumar og þær voru rosa ljúffengar. Plataði nágrannana mína hann Baldur, sem er með mér á önn í læknisfræðinni og Anne, lífefnafræðinema sem bjó með mér á Raskinu, niður í bollukaffi til að fá minna samviskubit yfir að háma í mig bollur í heilsuátakinu ;) Ég get þó sagt að ég hafi að nokkru leyti unnið fyrir þeim þar sem ég fór í MEGA leikfimistíma þar sem það var aldeilis tekið á undir handleiðslu stráks með rakaða fótleggi... Hafði nú ekki tekið eftir því fyrr en Ása benti mér á það en ég held að hann geri þetta út af tattóinu sem hann er með yfir allan sköflunginn á hægra fæti- þó það gæti kannski verið í samhengi við að maðurinn klæðir sig í selskinnsloðkápu...

Ætli maður fari ekki að læra meira og hætta í tölvunni. Ég var þó orðin verulega hrædd í morgun um að netið og MSNið væri að fara að detta út hjá mér þar sem ég hef ekkert komist inn á það síðan á sunnudaginn... kannski svolítið fljót til að hafa áhyggjur! Það versta er samt að það kláruðust ekki allar bollurnar í gær og það eru tvær inni í ísskáp sem bíða eftir að vera borðaðar. Kannski að maður leyfi sér að fá sér smá bita gegn því að fara svo í pumpið hjá henni Ástu. Svolítið skondnir tímar leikfimistímar þar sem helmingurinn af þeim sem mæta í púlið hjá henni eru Íslendingar... hún gæti bara farið að sleppa því að tala á dönsku í tímunum!

21.2.04

Arabískt rabb glymur um alla götuna núna, eitthver var að keyra inn götuna með græjurnar í botni. Þetta fylgir víst því að búa við hliðina á íslamskri menningarmiðstöð ;) Í gær var ég nú sjálf á Íslendingasamkomu þar sem allir íslensku læknanemarnir hérna í Óðinsvéum voru að hittast og fagna nýnemunum sem voru að byrja núna á vorönn. Það var nú ekkert íslenskt rabb spilað þar en við hittumst jú á írskum pöbb, Ryan's, þar sem írskt þjóðlagatónlist var við völd. Ætlaði nú upphaflega rétt að kíkja en endaði með að vera þarna til að verða hálffjögur-enda var svo gaman. En rosalega er ég nú orðin rugluð í enskunni... fór með Nínu á barinn og barþjóninn hélt að við værum hérna í málaskóla. "Ahh, are you from a language school?" Við svöruðum um hæl "No no, we are from ICELAND!" eins og það skýrði allt! Gerðum okkur þá grein fyrir að hann var sjálfur ekki Dani, mikið af Bretum og Írum sem vinna þarna, þannig að við svissuðum yfir í enskuna. Úff, það kom litlu betur út þó það endaði ekki með me me, chicken chicken, pay pay... smá nabblaeinkahúmor ;)

En nú er best að fara að koma sér í að gera eitthvað. Nettó innkaup bíða og ég ætla að vera svo myndarleg að kaupa í rjómabollur og reyna að baka jafngóðar bollur og mamma gerir alltaf. Ef það tekst þá bíð ég í bollukaffi á morgun. Verst að núna er ég búin að sofa af mér allt góða grænmetið og ávextina í Nettó, bara restar eftir :(

18.2.04

Mini-útgáfan af tarantúlunni sem faldi sig í visnuðu laufunum fyrir utan er ekki ennþá búin að bíta mig... hugsa að hún hafi ekki vogað sér að skríða inn til mín!

Annars er það helst að frétta af mér að ég fór á mína fyrstu æfingu með Syddansk Universitetsorkestren eða SDUSO í kvöld. Hún var nú ekki í fjóra tíma eins og það stóð á heimasíðunni heldur í tvo og hálfan og það var alveg æðislega gaman. Ég var búin að vera með smá í maganum yfir að nú þyrfti ég ábyggilega að þreyta smá inntökupróf en svo reyndist nú ekki vera... og þó, við vorum nefnilega bara fimm á æfingu og þá tel ég hljómsveitarstjórann með! Þannig að ég var eina sem spilaði mína rödd og það heyrðist því vel hvað maður spilaði. Í hljómsveitinni eru allt í allt 25 manns en aðeins fjórir eru í UNI, allir hinir eru í tónlistarháskólanum í Árósum og stjórnandinn er með æfingar þar líka. Þannig að það verða ekkert svo miklu fleirri á æfingunum uppi í skóla og því þýðir ekkert að trassa það að æfa sig á milli æfinga. Öðru hvoru og líka fyrir tónleika þá kemur öll hljómsveitin saman og æfir- fínt að komast nokkrum sinnum frítt eða mjög ódýrt til Árósa ;) Býst við að þetta verði nokkuð krefjandi, stjórnandinn virtist mjög fær og þetta voru hressir krakkar á æfingunni. Það er reyndar enginn Dani í þessari litlu grúppu og stjórnandinn er Spánverji. Erum svo meira að segja þrjár sem erum í læknisfræði, þannig að þessi tilraun mín til að kynnast fleirri Dönum og eitthverjum sem eru ekki læknanemar virðist ekki ætla að ganga alveg upp! Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað það á að fara í tónleikaferðalag til Suður-Frakklands í lok júlí og maður þarf ekki að borga krónu ;)

16.2.04

Nei... ohh verð að laga þessa internettengingu mína! Var búin að skrifa ein póst og var að fara að birta hann en þá var ég allt í einu dottin út af netinu og svo þegar ég komst inn á það aftur þá var pósturinn dottin út! Jæja, taka tvo þá...

Ég er nú búin að vera dugleg í dag! Reyndar ekki við að læra þar sem eitthvað óstjórnlegt hreingerningaræði greip mig. Þegar ég var búin að tröslast heim úr skólanum upp úr hádegi í dag datt mér í hug að skella í svona eina þvottavél... það endaði með að ég þvoði fimm þvottavélar og hefði vel getað fyllt eina í viðbót ef ég hefði haft tíma. Reyndar á ég ekki svona mikið af flíkum, þetta voru mest handklæði, sængurver, já bara nánast allt nema rúllugardínurnar sem lentu í þvottavélinni. Byrjaði svo að sópa smá yfir gólfið yfir í þvottahúsinu og taka alla ógeðslegu kóngulóarvefina sem voru þar og endaði með að taka litla kotið mitt ærlega í gegn. Ahh, það verður sko gott að fara að sofa, allt svo tandurhreint. Næsta mál á dagskrá er að koma ljósinu í lag inni á baði þannig að ég komist nú sjálf í almennilegt bað! Reyndar er það nú voða huggó og róandi að fara í steypibað við kertaljós... Bauð svo Ásu í hvítlaukskjúkling með öllu tilheyrandi. Meiningin var svo að diskutera svolítið um næsta vísindaheimspekiverkefni sem við eigum að skila... puff. Reyndar gekk það alveg ágætlega þó það hafi nú verið ýmislegt annað skemmtilegra að ræða um ;)

Hitti á eina risastóra og hrikalega óhugnanlega kónguló þegar ég var að hreinsa gömul lauf af stéttinni fyrir utan. Þorði eða vildi nú ekki drepa hana en nú er ég pínu hrædd um að kvikindið sé komið í kotið mitt... úff, má ekki hugsa svona... verð að fara að sofa! Ég er heldur ekkert hrædd við kóngulær- nema þegar þær líta svona út eins og þessi...

14.2.04

Úfffúfff, hvað ég er búin að vera hrikalega ódugleg við að lesa... er komin með STÓRT samviskubit. Alltaf þegar ég er búin að koma mér vel fyrir með atlasinn og allar bækurnar um hjartað þá nær eitthver að plata mig í að gera eitthvað annað. Var plötuð í partý í gær, í búðir og leikfimi dag, í bíó áðan en svo náði ég að hlusta á hinu veiku rödd samviskunnar sem hljómaði innra með mér og fór ekki með krökkunum at ha' en öl á eftir. Meiningin er nefnilega að vakna snemma í fyrramálið og jafnvel taka smá lestrarrispu fyrir leikfimispúl í hádeginu... En hvað kemur síðan í ljós, ég næ ábyggilega ekkert að sofna snemma þar sem hin sænski nágranni minn Jakob er með partý! Hann og vinirnir eru að taka öll sænsku eurovisjónlögin fyrir og þeir sem hafa heimsótt mig vita nú hvað það er rosalega hljóðbært hérna á kolleginu. Herre gud!!

Núnú, svona mörg lönd sem maður á eftir að heimsækja... reyndar sem betur fer því það er svo gaman að ferðast ;)

12.2.04

Hey, ætlaði að fara að blogga aftur í tilefni af því að það er um það bil ár síðan ég skrifaði eitthvað hérna en þá kom í ljós að einn pósturinn sem ég hafði skrifað í mars hafði ekki komist á netið! Þannig að það er ekki alveg eitt ár síðan ég lét heyra í mér!

Annars er nú allt gott að frétta af mér. Hef verið að bardúsa ýmislegt síðasta árið og eiginlega verið jafnmikið í Danmörku og á Íslandi, eða jafnvel meira á Íslandi þar sem danskan mín hefur lítið batnað. Annars heyrði ég gott orð um manneskjur eins og mig sem skilja annað mál en móðurmálið mjög vel en geta takmarkað tjáð sig á því eða að manneskjan hafi et passivt ordforråd! En nóg um það. Ég er sem sagt komin á fjórðu önn núna, ótrúlegt hvað þetta líður þar sem síðast sem ég lét í mér heyra hérna á blogginu þá var ég bara á 2. önn og ekki finnst mér það vera langt síðan. Einu hef ég komist að í þessu námi, engin önn er "léttari" lestrarlega séð en önnur og það er ALLTAF mikið að gera. Því er þó ekki að neita að þetta er ROSALEGA gaman þó stundum sé maður ekki alveg sáttur við allan lesturinn. Fyrir viku síðan var ég nú reyndar að koma af síðustu "vaktinni" minni af slysó uppi á Borgarspítala. Ég var nefnilega í tvær vikur þar í præklinik og fékk að fylgjast með störfum lækna og hvernig hlutirnir fara fram inni á deild. Þetta var vægast sagt góð tilbreytning.

Annars er það að frétta af tónlistariðkun minni að ég er að hætta að spila með öllum vingjarnlegu öfunum og ömmunum í Hindholmsorkestren. Mig langar nefnilega að fara yfir í Universitetsorkestruna en fyrsta æfingin með henni er eftir viku. Ég hlakka rosalega til að sjá hverjir eru í henni en meðlimir hennar ættu nú að vera ögn nærri mér í aldri en í hinni hljómsveitinni! Svo er víst líka verið að plana tónleikaferðalag til Suður-Frakklands í sumar og maður þarf ekki að borga neitt- eitthvað sem ég er alveg til í!