20.12.02

Jólafríið á Íslandi er sko hafið! Ohh, hvað það er nú yndislegt að vera komin heim og hitta alla sem er svo gaman að knúsa. Sérstaklega hefur nú verið gaman að hitta öll systkinabörnin sem hafa stækkað, þó mismikið ;) Ég verð nú að segja að ég þekki nú alla í sjón og allir virðast líka muna eftir mér, enda ekkert svo hrikalega langt síðan ég sá mannskapinn. Eitt er þó nokkuð skrítið, núna hefur maður ekkert til að hlakka rosalega til þar sem maður er kominn til Íslands! Ætli ég láti mér því ekki bara hlakka til jólanna staðinn...;) Síðan er líka alltaf unnt að kíkja í bækur til að halda sér niðri á jörðinni, hinni íslensku snjólausu grund...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home