28.3.07

... brosa...
Ég get víst ekki sett inn mont myndir af krakkanum mínum eða litla sæta hundnum mínum þar sem við skötuhjúin eigum einungis hvort annað að ;) En ég má nú monta mig á nýja fína bílnum okkar sem við vorum að fjárfesta í við pomp og pragt....

... NOT!

Annars er allt og ekkert að frétta af mér! Mér gengur ágætlega að vinna verkefnið mitt hérna heima á Fróni og leiðbeinandinn minn hvetur mig bara til að vera sem lengst hér heima á mínu smukke og dejlige landi. Hann vill bara vera í tölvupóstsambandi við mig og það hefur gengið ágætlega hingað til. Reyndar er pínu hættulegt að vera hérna heima, svo margt annað skemmtilegt í boði eins og að halda þrusupartý og kaffiboð í tilefni útskriftarinnar hans Jóa þann 24. febrúar, gerast "stjúpmamma" systkinabarna minna yfir helgar, fara í sund nánast alla daga, mæta í alla fjölskylduhittinga í boði, skella sér á júróvisjóndjamm á árshátíð Kaupþings, skreppa í Hreyfingu með Villu systur á kvöldin og púla smá, fara á kattasýningu og hestasýningu með tvíburafrænkum mínum, gerast klappstýra Jóa míns á kraftlyftingarmóti, vera frænkan sem spillir litlum frændum og frænkum, kíkja í afmæli og partý til vina, fara í Bláa lónið, taka ærlegt djamm með NNN vinkonunum, fara í gönguferðir með góðu fólki, fara á endalaust margar ráðstefnur og fyrirlestra tengda læknisfræði með pabba, hitta vinina og svo framvegis. En þetta hefst allt vona ég, rúmir 2 mánuðir í verkefnaskil þó ég ætli mér nú að vera búin mun fyrr með blessaða yfirlitsgreinina!

Þannig að góðir hálsar ég mun vera á landinu til 28. apríl næstkomandi en þá flýg ég út til Danmerkur til að taka einn æsispennandi kúrs í þvagfæralækningum! Eftir það próf verður brunað út á völl í orðsins fyllstu merkingu til að ná flugi til Íslands sem stoppar þó stutt á Fróni þar sem förinni er í raun heitið til Baltimore :D Já það styttist óðum í Baltimore, brúðkaup, túristaferðir, skoðunarferðir um háskólasvæði í USA, San Fransisco, skellinöðruakstur, Washington og allt tilheyrandi, búðarráp, listasafnaferðir, Memorial Day, Napa Valley, flug fram og til baka þvert yfir Bandaríkin, Ellis Island, Soho og Tribeca hverfið, New Jersey grillhitting með föðurfjölskyldunni, New York, Wall Street, Long Wood Garden, skoðunarferð um Amish svæðið, sólina og bláan himininn, tölvukaup, strandarferð, "picnicferð" í Golden Gate garðinn en síðast en ekki síst að hitta stóran hluta af föðurfjölskyldu minni og móðurfjölskyldu minni sem og kæra vini Jóa í góðu yfirlæti :D

Efnisorð: