27.5.07

... upphafið að góðu sumri...








Þessa mynd tók hann Jói minn af brúðhjónunum Bryndísi og Brian Davis síðustu helgi. Við skemmtum okkur konunglega í brúðkaupinu, ekta amerískt brúðkaup en þó ekki 300 manna veisla. Ég var brúðarmeyja, vaknaði árla dags fyrir að fara í hárgreiðslu og hanga með hinum skvísunum fjórum sem voru líka brúðarmeyjar. Brúðurinn var mjög svo taugatrekkt, enda mikil dama á ferð sem sjaldan sést ómáluð og illa greidd til fara. Gekk allt eins og í sögu, en ég var nokkuð þreytt eftir daginn enda heilmikið starf að vera brúðarmeyja :D Sat við háborðið um kvöldið ásamt hinum 9 sem voru í fylgdarliðinu! Foreldrar brúðhjónana sátu ekki á háborðinu, fremur spes siður. Brúðhjónin eru nú á Arruba.

Við Jói höfum líka verið á flakki... fórum til Delaware, skattlausa ríkið til að versla inn... fórum til Penn State, háskólaborgar nálægt frænku minni og frænda og gistum þar á heimavistinni í herbergi með 2 herbergisfélögum "litlu" frænku! Erum nú ein heima í 2 hæða íbúð í San Francisco og höfum lítið gert annað en að slappa af, hanga í tölvunni, góna á imbann, fara í bíó og skoða borgina. Fórum samt á tónleika í gær, vinir Jóa til 10 ára héldu þá en Jói var að hitta þá í eigin persónu í fyrsta sinn á ævinni. Vorum boðin á eitthvern svaðalegan private klúbb á tónleika í fyrrakvöld en héngum heima... þessi klúbbur heitir Supperclup og fólk situr ekki til borðs heldur liggur á beddum út um allt meðan maturinn er borinn í það! Voða mikið artífartí, naktur barþjónn og óperusöngkona sem skemmtir! En við héldum okkur bara heima við... líkt og í dag var Samba Karnival sem fólk er að koma á alls staðar úr heiminum en nei við höldum okkur heima við! Slepptum því líka að fara í Napa Valley í brúðkaup þar á víngarði... njótum þess að hafa tímann út af fyrir okkur :D Annars er mikið prógramm framundan, New York, New Jersey, skoðunarferðir og mótorhjólaferð um San Fran... Endilega kíkið á síðuna hans Jóa, www.jhaukur.blogspot.com ef þið viljið sjá meiri USA myndir ;)

Að lokum, innilega til hamingju Ragnheiður og Andri... nýgiftu hjón :D

9.5.07

... sumardressið!





Plataði Elvu Dögg með mér í búðir áðan, fá second opinion á vandamálinu hvaða skó ég ætti að kaupa og ráð í kjólakaupum! Gekk vel, ákvörðun tekin um sumardressið í ár :D Fengum okkur svo smá kínamat og kögu áður en haldið var á pósthúsið þar sem pakki beið mín (Jóa)! Já Jói minn, þessi hérna bolur er handa þér:


Vonandi verður kappinn ánægður með bolinn sinn... veit reyndar að hann hlýtur að verða ánægður þar sem hann er búinn að dreyma að smella sér í svona bol lengi ;)

Efnisorð:

7.5.07

Hann á afmæli í dag...







... og ég eitthvers staðar í útlöndum bara :( Er þó búin að gera ráðstafanir varðandi afmælispakkann handa Jóa mínum sterkasta! Hann byrjaði snemma að bögglast með þyngdir og því viðeigandi að gefa honum eitthvað til að hjálpa honum í að verða enn sterkari! Ég náði að halda smá surprise matarboð handa honum áður en ég fór út þannig að það er aðeins minna fúlt að vera í burtu á afmælisdeginum hans!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÁSTIN MÍN, HLAKKA TIL AÐ SJÁ ÞIG EFTIR NOKKRA DAGA Í FRÍHÖFNINNI Á LEIFSSTÖÐ!

Efnisorð:

5.5.07

Sól úti sól inni...

... sól í hjarta sól í sinni! Úfff sól úti, sól inni á svo sannarlega við þessa dagana. Síðan ég kom til Danmerkur fyrir viku síðan hefur verið stanslaus sól úti, frekar erfitt að halda sig inni og vinna í kandidatsverkefninu. Gulrótin er þó sú að ég ætla mér að vera búin með þetta verkefni eftir 2 vikur en þá held ég af stað til Bandaríkjanna eins og svo oft hefur komið fram á þessu bloggi :D Ég er þó fremur óheppin, búin að vera með hita, beinverki, hausverk og eitthverja flensu síðan á miðvikudagskvöldið... ekkert hjálpað til að ná einbeitningunni upp! Ég lenti líka í þessu í mestu hitunum í fyrravor, spes. Ég var þó óþekk, skellti mér út að borða og á tónleika með Eivöru Pálsdóttur núna á fimmtudaginn enda planað fyrir veikindin og Unnur kom í heimsókn alla leið frá "sveitabænum" Kolding. Það var líka geggjað gaman... ætla svo að vera óþekk aftur á eftir og fara út í íshjólatúr í hitanum, maður má nú verðlauna sig smá!