28.6.06

Langt langt í burtu

Suma daga er erfiðara að vera langt í burtu frá sínum nánustu en aðra og þá langar manni bara að hoppa upp í næstu vél og til að fá tækifæri á að faðma fólkið sitt. Þó verður maður stundum að láta sér nægja að senda góða strauma og hugsa hlýtt til þeirra sem maður þykir vænst um... hvað svo sem allar rannsóknir og vísindin segja um ágæti þess.

Alla vega hlakka ég endalaust til að koma heim á laugardaginn og hitta á alla fjölskylduna í persónu, miklu miklu betra en í gegnum símann, MSN eða skype. Það verður svo gott að knúsa alla fast að mér og kyssa ;)


Myndin hér að ofan er tekin frá bústaðnum uppi á Þingvöllum. Einn yndislegasti og friðsælasti staðurinn á jörðinni í mínum huga og án efa í huga mann dagsins í dag.

5 Comments:

At júní 28, 2006 8:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Knúúús! Hlakka til að hitta þig á sunnudaginn (",)

 
At júní 28, 2006 10:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búin að hugsa svo mikið til þín í dag snúllan mín. hlakka til að sjá þig á Íslandi.

 
At júní 29, 2006 12:32 f.h., Blogger jhaukur (kjwise) said...

2 dagar :D

vonandi verður nú svo mannsæmandi veður það sem eftir lifir sumars svo við getum farið og haft það gott á þingvöllum saman :D

 
At júní 29, 2006 10:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá þér að skreppa í nudd. Vonandi gengur þér vel að lesa fyrir prófið, hugsa til þín, verður gaman hjá þér að komast heim á laugardaginn. Heyri kannski í þér eftir próf á föstudaginn, gætum jafnvel skroppið í bæjarrölt ef þig langar.
knús heiðdís

 
At júní 29, 2006 7:41 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Takk fyrir það allir :D

 

Skrifa ummæli

<< Home