27.6.06

Uss uss uss!

Hér sit ég með maskara niður á kinn og eldrauð í framan. Ástæðan er sú að loksins í dag lét ég verða að því að hitta á nágrannakonu mína sem ég hef verið lengi á leiðinni til. Málið er að þegar Jói var hérna hjá mér í lok maí fram í júní þá eignaðist hann vinkonu sem býr hérna á sömu hæð og ég... eða öllu heldur Elva Dögg. Það var nátturulega ekkert nema gott mál, fínt fyrir hann að kynnast öðru fólki hérna og svona. En svo fór að líða að því að Jói var oft að nefna hana vinkonu sína Maríu á nafn og tók að venja komur sínar til hennar þegar ég var í skólanum eða upptekin við eitthvað annað! Jújú það var svo sem ágætt, María er fín sænsk stelpa, jákvæð og hress eins og sannur Svíi og kannski hundleiðinlegt fyrir Jóa að hanga og bíða eftir mér alla morgna. Hann kom líka ætíð sæll frá henni, afslappaður og brosandi. Mycket bra!

Í dag ég ákvað ég þó að tími væri til kominn að hitta á stelpuna sem Jói bar svo vel söguna af og komast af því hvað væri svona æðislegt við að heimsækja hana. Eftir að hafa staðið fram á gangi og bankað nett hóf ég að berja á dyr þar sem ég vissi að hún var heima en opnaði ekki fyrir mér. Loks fattaði ég þó að hehe hún bjó 2 íbúðum lengra, sem sagt það eru tvær sænskar Maríur á hæðinni. Æði. Bankaði svo hjá Maríu og jújú það var eins og ég bjóst við hún fann alla mínu aumustu punkta og nýddist á þeim óspart.

Því sit ég hér með maskara út á kinn og eldrauð í framan en samt svo sæl þar sem María hin sænska er snilldar nuddari sem tekur að sér að nudda mesta prófstressið úr fólki. Uss uss suss það ætti að vera skylda að komast í nudd öðru hvoru, svo endurnærandi.

5 Comments:

At júní 27, 2006 10:51 e.h., Blogger Ragnheidur said...

Jiii ... þarna náðiru mér. Ég var farin að ímynda mér að eitthvað hrikalegt hefði gerst og sá þig fyrir mér hágrátandi við tölvuna. Fékk alveg samúðarsting í magann og allt!

 
At júní 28, 2006 10:40 f.h., Blogger Sandra said...

Að fara í gott nudd er með því dásamlegasta sem maður leyfir sér, þ.e. líðanin eftir nuddtímann:-)

Cool mynd af Jóa en samt svolítið nálæg skjánum:-)

 
At júní 28, 2006 11:42 f.h., Blogger jhaukur (kjwise) said...

Ég vona bara að fólk lesi söguna almennt til enda og fatti hana :)

 
At júní 28, 2006 6:21 e.h., Blogger Margrét Lára said...

Hehe jammm segðu, það hefur alla vega tekist að gabba eitthvern ;)

 
At júní 28, 2006 8:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað maður var farinn að ímynda sér það versta! Hjúkket að ég kláraði að lesa áður en ég tók upp símann eða næsta flug!!! (",)

 

Skrifa ummæli

<< Home