17.2.07

... ahhh...

Já faraldsfræði og tölfræði er spennandi fag... not. Ég var að ljúka prófi í því fagi í gær, gekk að ég held bara ágætlega. Síðustu 3 vikurnar hafa verið fljótar að líða þrátt fyrir að ég hafi verið að taka þennan tja hvað get ég sagt sérstaka kúrs. Held að loksins hafi komið að fagi innan læknisfræðinnar sem ég hef ekki verið rosalega áhugasöm og motiveruð fyrir. Loksins, enda fáir kúrsar eftir fyrir embættisprófin eða bara 3! Kennslan var afar misjöfn, en það var samt skondið hvað sumir kennarnir voru að rembast við að gera fagið áhugavert. Benda okkur á að faraldsfræðingar, epidemiologar, þurfa oft að fara út í áhættusamar rannsóknir sbr. grein um dánartíðni völdum innrásarinnar í Írak sem við vorum látin lesa og kryfja til mergjar á námskeiðinu. Til Írak fór fyrir 2 árum síðan hópur lækna og gengu hús úr húsi við hættusamar aðstæður til að fá pólitískt hlutlausa mynd af ástandinu sem hefur skapast frá því að ráðist var inn í landið til að koma Saddam frá völdum. Býsna áhugaverð grein, en þó hryllilega sárt að sjá hvernig hlutirnir hafa þróast þar svona svart á hvítu. Einnig var okkur bent á að til að vera faraldsfræðingur (epidemiolog) þarftu að vera býsna kúl á því, meira hugrakkur en hver annar óbreyttur kirug þar sem já ýmsar ráðleggingar frá Lýðheilsustofnun (public health) geta farið illa. Í því samhengi var bent á að þegar að það kom í ljós eftir rannsóknir í Tansmaníu og Ástralíu í lok 20. aldar að leggja beri ungabörn á bakið til hvílu til að hindra vöggudauða hefðu mörg börnin geta dáið ungbarnadauða ef ráðleggningarnar hefðu síðan eftir allt reynst rangar. Þá hefði ekki verið gaman að vera sá sem koma með þessar snilldarhugmynd sem síðan hefur reynst bjarga mörgum börnum. Boðskapurinn var að til að ákveða róttækar breytingar til að tryggja betri lýðheilsu þurfa faraldfræðingar oft að taka stórar ákvarðanir sem falið geta í sér verri heilsu tugi eða hundruði manna ef hún reynist röng, jafnvel kostað stóran hóp samfélagsins lífið. Ýmsar marktækar og frábærar framfarir hafa nú í læknisfræðinni þökk sé "læknum sem kunna að telja" líkt og margir aðrir innan læknastéttarnir uppnefna epidemiologa. Eftir allt þá gæti verið spennandi að vera faraldsfræðingur... úfff hvenær veit ég hvað mig langar að verða þegar ég verð stór!

Annars er það að frétta af mér að ég er hérna úti í Danmörku í smá "fríi"! Aldrei þessu vant er ég ekki rokin beint eftir próf heim á klakann... Ég ætla að vera hérna fram á næsta fimmtudag, reyndar ætla ég nú að nýta tímann í eitthvað annað en að fara bara í búðir og safna heimildum fyrir kandidatsverkefnið mitt í svæfingalæknisfræði, "Awareness during anesthesia". Ég er nú þegar búin að hitta leiðbeinandann minn einu sinni, upptekinn og mikilvægan yfirlækni á svæfingunni hér á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum. Ég segi upptekinn þar sem síminn hans hringdi látlaust þann tæpa klukkutíma sem ég hitti hann, hann virtist vera fremur mikilvægur maður þarna. Hef einnig séð að hann er í dönsku siðanefnd lækna, enda var hann svolítið að beina verkefninu mínu á þá brautina að ég taki fyrir klögumál, sálfræðilegar afleiðingar og réttarmál þess að verða fyrir huskeanæstesi, það er að muna eftir sér undir svæfingu. Mig langar hins vegar að reyna að fjalla um hvaða athuganir og aðferðir reynast bestar til að hindra að sjúklingar lendi í þessu. Sé til, en þetta verður spennandi og leiðbeinandinn minn er afar metnaðarfullur um að koma greininni minni í danska læknablaðið, Ugeskrift for læge!

Að lokum eitthvað meira spennandi í félagslífinu! Jói að fara útskrifast eftir viku, ég er byrjuð að plana kaffiboðið fyrir ættingjana og partýið fyrir vinina. Þetta verður án efa góður dagur, ég hlakka mikið til að sjá hann Jóa minn fara upp á sviðið í Háskólabíói :D

Aðrar skemmtilegar fréttir, ég er að fara að vera brúðarmey í brúðkaupi "litlu" frænku minnar hennar Bryndísar í vor/sumar :D Við erum systkinabörn en hún er fædd og uppalin í USA, því mun hún fylgja siðum og venjum þar og hafa 3 brúðarmeyjar í brúðkaupinu sínu. Systir hennar, Sólný verður maid of honor og ég mun víst fá brúðgumasvein, ef til vill Viktor frænda, til að fylgja mér inn "kirkjugólfið" eða dregilinn þar sem þetta er útibrúðkaup í Pennsylvaníu fylki Bandaríkjunum... ég krossa fingur fyrir að veðrið er stöðugra þar en á Íslandi að vorlagi. Kjólarnir eru sérsaumaðir og einnig fæ ég blómavönd, hálsmen og eyrnalokka í stíl sem og silfursandala. Held að maður verði algjör prinsessa. Þetta minnir mig á það þegar ég var lítil rófa, átta ára gömul, og fékk að vera brúðarmey hjá bróður mínum og konu hans, Írisi. Vá hvað ég var ánægð, en himm fannst ekkert svo kúl að þurfa að leiða frænda Írisar inn kirkjugólfið á þeim aldri. Það skondna var að hún frænka mín, Bryndís bride to be, hélt að ég væri sjálf að giftast líka... svo fín fannst hún ég vera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home