28.3.06

Sumt fólk...

... ætti sko að hugsa sig tvisvar um áður en það sest undir stýri! Ég hef nú lent í ýmsu hérna í hjólaumferðinni í Danmörku en þó er almennt tekið fullt tillit til hins mikla réttar sem við hjólreiðarmenn höfum fram yfir bílaumferð og já gangandi vegfarendur. Þó hef ég verið einu sinni keyrð niður þegar ég var í fullum rétti, mig grunar að gaurinn hafi nú verið búinn að fá sér eitthverja bjóra á föstudagseftirmiðdegi og ekki verið með athyglina í lagi. Var alla vega voða næs og almennilegur án efa til þess að enginn myndi hringja í lögguna því hér missir fólk ökuréttindin fyrir að dundra niður hjólreiðarfólk. Nokkrum sinnum hef ég lent í því að vera næstum því ekin niður en tja þessa dagana held ég að það sé búið að prenta út mynd af mér í rauðu dúnúlpunni á bláa hjólinu mínu með undirskriftinni þessi hefur engin réttindi í umferðinni! Ég held að það sé ekki laust við að hlýindin undanfarna daga fari illa í hinu dönsku bílista. Lenti í því í gær að þegar ég var að fara yfir götu sem er 2föld í báðar áttir og með umferðaeyju í miðjunni að það kom kona sem virtist ætla sér að aka mig niður. Ég fór frekar varkárlega yfir og gæti þess að það var enginn bíll nálægt þar sem gatan er fremur hættuleg... en ætli kellan hafi ekki birst á ljóslausum steingráum bíl og 2földum leyfilegum hámarkshraða þannig að ég rétt næ að forða mér upp á hjólastíg! Ekki nóg með það heldur þá dúndrar hún niður á flautuna og slær ekki af hraðanum þannig að ég varð vægast sagt öskureið... urgh. Í dag voru það hjón sem voru á eftir mér... ég játa þó að ég var nú pínu að brjóta lögin í þetta sinn þar sem ég var að hjóla yfir gangbraut en ekki hjólastíg. Hefði án efa átt að reiða hjólið yfir en fannst þetta fljótlegra og auk þess var eitthvað par að labba yfir þannig að ég var ekkert fyrir... en nei nei birtast ekki umrædd hjón og svína fyrir mig en stoppa að lokum og hleypa okkur öllum yfir. Ég hjóla svo áfram og þau á eftir og kellan skrúfar niður og öskrar eitthvað á mig. Hvad, undskyld hrópa ég á móti en fæ bara fingurinn frá öskureiðri kellunni!

26.3.06

Þá er sumarið komið!

Klukkan tvo í nótt varð klukkan allt í einu þrjú, sem sagt sumartími kominn hérna í Danmörku sem þýðir að nú er ég tveimur tímum á undan íslenska staðartímanum! Lóan kom líka til Íslands í fyrradag þannig að sumarið hlýtur að vera koma... alla vega vona ég að það fari að hlýna og vora þar sem ég er búin að fá nóg af vetrinum. Jakk.

Mikil djammhelgi er liðin og nú sit ég uppi með spurningar eins og hvort ég sé orðin of stór fyrir að djamma tvær nætur í röð... Á föstudagskvöldið mættum við nokkur úr læknisfræðinni í eitthvern ratleik sem Van Wilder setti saman fyrir okkur. Eitthver ónefndur byrjaði að hafa samband við hana Helenu í gegnum sms og skrif á bloggið hennar. Við ákváðum að slá til og mæta í ratleik um Óðinsvé sem var vægast sagt gaman og ótrúlegt að komast að því hvaða kapp býr í manni þar sem undir lokin þá var allt gert til að komast fyrst í mark. Úfff veit sko ekki hvernig færi fyrir mér í Amazing race! Mitt lið eða ég, Nína og Berglind fórum með sigur af hólmi, komum bæði fyrst í mark og unnum flestar þrautirnar. Eftir þennan skemmtilega leik var haldið í eitthvað weird partý og svo aðeins litið á einn skemmtistað. Ég var þó ekki lengi þar sem á laugardagsmorguninn var ég búin að taka að mér að vera með fyrirlestur eða keis á vegum FÍLÓ og því eins gott að vera sæmilega óhvíldur. Í gærkvöldið var síðan árshátíð FÍLÓ sem var vægast sagt vel heppnuð... en himmm ekki endist ég með á djammið eftir á... þráði bara að komast heim að sofa hehe... enda komin einum tíma á undan!

23.3.06

Á Spáni er gott...

Hvað haldið þið? Ég var rétt í þessu að ganga frá flugmiðum fyrir mig og Jóa til Spánar... við erum á leiðinni í sólina og hitann eftir rúmar 7 vikur! Ég er í eitthverju skrítnu fríi 5. maí til 22. maí og því hafa mamma og pabbi ákveðið að kíkja hingað í heimsókn til að hjálpa mér að flytja og síðan verður haldið í sólina þar sem þau eru búin að leigja sumarhús í Torrevieja. Þar verður dvalið í 6 daga og án efa margt skemmtilegt og túristalegt brallað... farið í vatnagarða, tívólí, á djammið á Benidorm, sólað sig, út að borða og jafnvel ekið alla leið upp til Barcelona að hitta spænska vinkonu mömmu... ohhh hvað ég hlakka til. Jói mun fljúga til Köben og hitta á okkur á flugvellinum... þreyttur og útúrtjúnaður eftir prófatörn. Síðan fljúgum við "heim" til Danmerkur, ég í skólann aftur en Jói í áframhaldandi frí, að kveldi 21. maí í stuttbuxum og ermalausum bol ;)

22.3.06

Viku síðar

Ekki nema tvær vikur síðan hann Jói minn fór og ein vika síðan mamma mín kom, og nú var hún að fara aftur. Vikan sem hún er búin að vera hérna hefur liðið hratt þar sem við höfum verið að bralla ýmislegt. Við höfum að sjálfsögðu litið í búðir, farið út að borða á Hereford og fleirri góðum stöðum, fengið okkur ítalskan ís í blíðunni, farið í göngutúra, borðað góðan mat, kíkt til Kerteminde, farið til Þýskalands, kíkt í bæinn, farið í bíó á Walk the line og svo margt margt fleirra. Nú er bara að vona að næsta vika verður fljót að líða því að næsta miðvikudag verð ég sjálf í lestinni á leiðinni út á Kastrup ;)

17.3.06

Einn póstur fyrir Jóa

... lambalærið er í þessum töluðu orðum í ofninum, kartöflurnar bíða þess að verða brúnaðar og hver veit nema að mamma geri góða sósu með... nammm nammm góður matur...

Ha!!

Himmm þetta er nú skrítið, ég kemst ekki inn á bloggsíðuna mína með því að slá inn urlið! Access forbidden kemur bara... ekki hef ég nú meinað neinum aðgang! Tja ætli þetta sé ekki tímabundin villa en það er nú skondið að ég geti skrifað blogg og svona en ekki farið inn á síðuna mína eftir hefðbundnum leiðum. Ég skil ekki svona tölvumálsrugl annars ;)

13.3.06

Kuldaboli!

Úffff þetta er meiri kuldinn hérna í Danmörk! Í kvöld er spáð allt upp í 10 stiga frosti... brr brr. Ég er orðin þreytt á að hjóla í skólann í þessum skítakulda og get ekki beðið eftir að það fari að hlýna svolítið. Annars er hún mamma að koma í heimsókn til mín á morgun sem er bara frábært :D Hún ætlar að stoppa hérna í viku... hún sem var á Jamíka fyrir tæpum mánuði síðan í hita og sól hlýtur að koma með smá hita og gott veður með sér.

11.3.06

... söngl...

Já er þessi hérna sætalína eða hvað?

10.3.06

Dadadaraaaaa dadadaraaaaa...

Já það er alltaf gaman að vera boðin í brúðkaup. Í fyrradag var verið að bjóða okkur Jóa í eitt slíkt sem fer fram í ágúst í sumar... og tekur eina viku! Brúðkaupið mun fara fram í Túnis, Afríku á heitasta tíma ársins þegar hitinn fer varla undir 25-27°C allan sólarhringinn og fer allt upp í 40°C plús á daginn. Laugardaginn 5. ágúst munu Herra og frú Benna vera gefin saman að múslíma sið og samkvæmt óskum fjölskyldu brúðarinnar mun vikan á undan fara í alls konar viðhafnir, veislur og fleirri siðavenjur. Án efa verður mikið um dýrðir og gleði alla dagana en vonandi fáum við hvítu Frónbúarnir leyfi til að taka okkar siestur og hanga í kælandi sjónum og sundlaugum á milli þess sem við mætum prúðbúin í kjól og jakkafötum í hitanum til að taka þátt í fögnuðinum! Nú er bara að vona að við fáum frí frá vinnu í um það bil viku í kringum verslunarmannahelgina til að geta flogið suður í hitann þar sem brúðhjónin vilja endilega að ég, Jói og fjölskylda mín... það er væntanlega bara mamma og pabbi ekki öll 20 manna nánasta fjölskyldan mín... mæti á svæðið til að samgleðjast þeim á þessum merku tímamótum.

8.3.06

Þetta gengur!

Nohhh úúú seinasti póstur komst klakklaust til skila... og með smá hjálp frá Jóa þá er kommentakerfið komið í lag og nýtt lúkk komið á síðuna... Já ætli maður fari ekki bara að blogga aftur í tilefni dagsins, Alþjóðlegi kvennréttindadagurinn er í dag ;) Tja það eru samt ekki alveg heil tvo ár síðan ég bloggaði síðast þar sem ég er komin með svona myspace síðu, www.myspace.com/margretlara og ég hef verið að tjá mig smá á henni seinustu 2-3 vikur! En æi það er ekkert gaman að blogga mikið þar því að fólk á ekki svo auðvelt með að kommenta og sumir halda að þeir geti ekki kíkt inn á myspace síðu án þess að vera með aðgangssíðu sjálfir... Því ætla ég að byrja að blogga hér aftur sem og smá á nabblablogginu... og vona að eitthverjir kommenta hehe ;)

P.S. Í þar síðustu bloggfærslu sagði ég að það þýddi ekkert að hringja í danska númerið mitt þar sem ég hefði týnt símanum mínum... tja nú er ég að minnsta kosti komin með síma aftur þannig þið getið sko alveg náð í mig ha...

Hvað er í gangi?

Naunau ætli mér muni takast að koma þessu bloggi aftur í lag! Mér tókst alla vega að fá aftur sent lykilorðið mitt... nú er bara að sjá hvort íslenskir stafir birtast. Það ætti að þýða að þetta er komið í gagnið aftur!